Erlent

Gripin með marmara á Akrópólishæð

Sextán ára kanadísk stúlka hefur verið ákærð fyrir þjófnað í Grikklandi, en hún reyndi að stela marmarabút á Akrópólishæð í Aþenu þar sem er að finna einhverjar merkustu fornleifar í heimi. Stúlkan var í skólaferðalagi með 34 öðrum kanadískum táningum þegar hún var tekin föst, en öryggisvörður við Akrópólishæð sá til stúlkunnar þegar hún reyndi að stela marmaranum og gerði lögreglu viðvart.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×