Erlent

Áratuga málarekstur

Draugar fortíðarinnar halda áfram að elta John Demjanjuk, 84 ára gamlan Bandaríkjamann af úkraínsku bergi brotnu. Fyrir tæpum tuttugu árum var hann framseldur til Ísrael þar sem hann var dæmdur til hengingar en yfirvöld töldu Demjanjuk vera fangavörð úr Treblinka-útrýmingarbúðunum sem gekk undir nafninu Ívan grimmi. Síðar var hann sýknaður af þeim sökum. Síðustu 25 árin hefur Demjanjuk tvisvar verið sviptur ríkisborgararétti í Bandaríkjunum. Nú á enn einu sinni að reka Demjanjuk úr landi og sem fyrr berst hann á hæl og hnakka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×