Innlent

Vorboði í Húsdýragarðinum

Þeim fjölgar óðum vorboðunum hér á landi, en í gær bar huðnan Dásemd gráflekkóttum kiðlingi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þetta er fyrsti burður Dásemdar sem fæddist í garðinum vorið 2003. Faðir kiðlingsins, sem er hafur, er hafurinn Kappi. Meðgöngutími huðna er 5 mánuðir og bera þær 1 til 2 kiðlingum í hvert sinn. Geitur á Íslandi eru nú í kringum 400 talsins en þær eru landnámsdýr og í upphafi byggðar var oft talað um þær sem kýr fátæka mannsins. Þær gáfu bændum mjólk en þurftu ekki eins kjarnmikið fóður og kýrnar. Nóg verður um að vera fyrir alla í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um páskana en opið verður alla páskahátíðina frá 10 til 17.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×