Erlent

Áttatíu uppreisnarmönnum banað

Bandarískar og íraskar hersveitir réðust til atlögu við íraska uppreisnarmenn í fyrradag og lyktaði þeim átökum með að 80 skæruliðar lágu í valnum. Orrustan átti sér stað í miðhluta landsins en þar segja yfirvöld að uppreisnarmennirnir hafi reist þjálfunarbúðir. Þetta eru mannskæðustu átökin í landinu síðan barist var um Fallujah í nóvember en þá dóu yfir þúsund manns. Sigurvegarar janúarkosninganna reyna enn að mynda ríkisstjórn í landinu. Til umræðu er að varnarmálaráðherrann komi úr röðum súnnía svo að slá megi á óánægjuraddir hópsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×