Innlent

Ósætti um framtíð leikskóla

Meirihlutasamstarfi Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar var slitið í gær, eftir ellefu ára samstarf, þegar upp kom ósætti um framtíð leikskóla sveitarfélagsins. Nýr meirihluti hefur ekki verið myndaður. Sjálfstæðismenn, sem eiga þrjá fulltrúa í bæjastjórn af sjö, ræddu strax í gærmorgun við Garðar Svansson fulltrúa óháða, eina fulltrúi þeirra í bæjarstjórn. Garðar segir að þeir hafi þó haft ávinning af því að ýmislegt stæði til fyrir þann tíma. Þreifingum sjálfstæðismanna var strax hafnað, þar sem óháðir vilja ekki í samstarf án fulltrúa Vinstri grænna, sem einnig eiga einn fulltrúa. Það fari eftir áherslum hvort samþykkt yrði að fara í viðræður við sjálfstæðismenn eða framsóknarmenn, sem eiga tvo fulltrúa. Emil Sigurðsson, Vinstri grænum, segir að sjálfstæðismenn hafi haft samband við sig, en engar formlegar viðræður hafi hafist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×