Erlent

Sagður hafa mútað lögmanni

MYND/AP
Saksóknari í Mílanó á Ítalíu rannsakar nú ásakanir á hendur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, um að hann hafi mútað breskum lögmanni fyrir að þegja um viðskipti sín við fjölmiðlaveldi Berlusconis. Málið tengist rannsókn dómsmálayfirvalda á ásökunum um skattsvik, fjársvik og peningaþvætti innan fjölmiðlafyrirtækja Berlusconis og á breski lögmaðurinn David Mills, sem er eiginmaður menningarmálaráðherra Bretlands, að hafa aðstoðað við að koma á fót tveimur fyrirtækjum utan Ítalíu, sem notuð voru til að koma peningum undan. Saksóknari rannsakar hvort félögin tvö hafi verið notuð á ólöglegan hátt, en þau keyptu sýningarrétt á efni frá Bandaríkjunum og seldu Mediaset, fjölmiðlafyrirtæki Berlusconis, á uppsprengdu verði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Berlusconi sætir rannsókn vegna spillingar, en hann var í fyrra sýknaður af ákæru um að hafa mútað dómurum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×