Erlent

Schiavo enn án næringar

Áfrýjunardómstóll í Atlanta í Georgíuríki hafnaði í gær beiðni foreldra Terri Schiavo um að fyrirskipa að henni yrði gefin næring á nýjan leik. Einn dómaranna skilaði sératkvæði og sagðist ekki sjá að það gerði nokkuð til þótt slöngurnar yrðu tengdar á meðan fjallað væri um málið. Terri hefur í rúma fimm daga verið án matar og vatns. Læknar telja að hún geti lifað án næringar í 1-2 vikur. Foreldrar Terri kváðust miður sín og sögðust ætla að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar Bandaríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×