Fleiri fréttir

Vanþóknun á fréttamönnum

"Ég lít það afar alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins skuli haga sér með þessum hætti," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vegna aðgerða fréttamanna Ríkisútvarpsins í gær. Hún segir það ekki hæfa þeim að nota útvarpið sem áróðurstæki og aðgerðir þeirra alltof róttækar.

Bondevik hjólar í IKEA

Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýndi sænska húsgagnafyrirtækið IKEA fyrir karlrembu í viðtali við dagblaðið Verdens Gang í gær. 

Sjálfsmorðsprengja í mosku

Að minnsta kosti 36 manns létust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Mosul í Norður-Írak í gær. Auk þess biðu fimm manns bana í árásum í Bagdad og Kirkuk.

Jackson of seinn

Michael Jackson mætti klukkutíma of seint í réttarsalinn í gær og á því á hættu að verða fangelsaður á meðan málaferlin standa yfir.

Lávarðar andsnúnir frumvarpi Blair

Lávarðadeild breska þingsins vísaði í gær lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um hryðjuverkavarnir aftur til neðri deildar þingsins. Tony Blair forsætisráðherra á í vök að verjast vegna málsins.

27 börn dóu vegna eitrunar

27 filippeysk börn dóu í vikunni eftir að hafa borðað eitraðan skyndibita. 103 voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa fengið eitrun. Flest barnanna voru jarðsett í gær.

Hélt að húsið væri að hrynja

Svonefnt Gestshús í vesturbæ Hafnarfjarðar er stórskemmt vegna framkvæmda á vegum bæjarins. Eigandi hússins er afar ósáttur við bæjaryfirvöld.

Líbanon er ekki Úkraína

Hizbollah-samtökin stimpluðu sig aftur inn í stjórnmál Mið-Austurlanda í vikunni þegar þau stóðu fyrir fjölmennum mótmælum í Beirút. Sedrusbyltingin er ef til vill margslungnari en menn töldu í fyrstu.

Fréttamenn íhuga að segja upp

Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp.

Segja ráðningu ekki pólitíska

Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag.

Segir hæfan mann hafa verið ráðinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sér ekki ástæðu til að neinn víki úr stöðu sinni vegna ákvörðunar útvarpsstjóra að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarps. Hún segir að hæfur maður hafi verið ráðinn.

Segir stjórnarsetu ekki óeðlilega

Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu.

Óttast að samlagi verði lokað

Margir Dalamenn óttast að Mjólkursamlaginu í Búðardal, stærsta vinnustað héraðsins, kunni að verða lokað í kjölfar sameiningar Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna. Sveitarstjóri Dalabyggðar telur þó ekki ástæðu til að óttast slíkt og segir heimamenn ætla að berjast fyrir því að öflugur matvælaiðnaður verði í Búðardal.

Sólarhringsvaktir ekki í augsýn

Sólarhringsvaktir á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru ekki í augsýn. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag.

Óttast sömu þróun og í fiskvinnslu

Formaður Samiðnar óttast svipaða þróun í iðngreinum og fiskvinnslu, það er að útlendingar verði í meirihluta þeirra sem starfa við greinarnar. Hann segir þróun í slíka átt þegar hafna.

Dauðdaginn ekki glæstur

Egypski konungurinn Tutankhamun lét ekki lífið í bardaga eða í slysi á stríðsvagni sínum eins og hingað til hefur verið talið. Nýjar rannsóknir benda til þess að einfalt fótbrot hafi dregið þennan sögufræga konung til dauða.

Talningu í rektorskjöri ekki lokið

Alls greiddu 29 prósent þeirra sem voru á kjörskrá um rektorsefnin fjögur, 71 prósent starfsmanna og 23 prósent nemenda. Ekki er því ljóst milli hvaða tveggja frambjóðanda verður að lokum kosið.

Saklaus fórnarlömb verðstríðs

Samkeppnisstofnun hefur fengið fyrirspurnir vegna verðstríðs lágvöruverslana í matvöru. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs, segir að ákvörðun um hvort eða hvernig brugðist verði við fyrirspurnunum hafi ekki verið tekin enda verðstríðið nýhafið.

Fyrirtæki meta sjálf líkur á slysi

Mat á líkum á slysum í efnaverksmiðjum í byggð eru í höndum fyrirtækjanna sjálfra sé framleiðsla þeirra undir ákveðnum mörkum. Víðir Kristjánsson, varaformaður Stórslysanefndar, segir það eiga við í tilviki Mjallar Friggjar sem framleiðir klór á Akureyri.

Sjómaður missti fót við hné

Taka þurfti fót af sjómanni á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í gær. Maðurinn flæktist í spili á bátnum Hauki EA-76 og sótti þyrla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli manninn þegar báturinn var vestur af Reykjanesi.

Borgin vill kaupa lóðir af ríkinu

Reykjavíkurborg hefur hafið formlegar viðræður um kaup á lóðum innan borgarmarka sem eru í eigu ríkisins. Viðræðum á að ljúka í byrjun næsta árs og er ætlunin að lóðirnar fari undir íbúðarbyggð.

Stjórnskipun á krossgötum

Ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta Íslands er meðal þess sem til greina kemur að breyta við endurskoðun hennar. Vonast er til virkrar aðkomu almennings í því ferli.

Fréttamenn ræða allsherjaruppsögn

Fréttamenn Útvarps ræða nú að segja allir upp störfum ef ekki verður horfið frá því að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra. Þeir íhuga einnig að kæra ráðninguna. "Ástandið engu líkt," segir forstöðumaður fréttasviðs RÚV.

Vilja karlaathvarf

Félag ábyrgra feðra hitti borgarstjóra til að kynna stefnuskrá sína og reifa hugmyndir að karlaathvarfi. Formaður félagsins telur lítið gert fyrir forsjárlausa feður, sem sé stór hópur í samfélaginu.

Grímseyingar óttast hafís

Grímseyingar eru áhyggjufullur vegna hafíss sem í gær var 20 mílur norðvestur af eyjunni. Spáð er norðlægum áttum og hætta á að ísinn leggist að Grímsey og loki höfninni. Hafís var í gær einnig skammt úti af Vestfjörðum og vill Veðurstofan benda sjófarendum á að hann geti farið inn á siglingaleiðina fyrir Horn.

Uppsagnir hjá Ratsjárstofnun

Vegna aukinnar sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðva Ratsjárstofnunar verður 31 tæknimanni sagt upp störfum frá og með 1. apríl en sautján boðin endurráðning. Mannaðar sólarhringsvaktir leggjast af á Stokksnesi, Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli og verður stöðvunum fjarstýrt frá ratsjárstöðinni á Miðnesheiði.

Sprengdi ruslabíl nærri hóteli

Að minnsta kosti tveir létust og meira en tuttugu særðust í sprengjuárás nærri hóteli í miðborg Bagdad í nótt. Á hótelinu gista margir vestrænir samningamenn og er talið að árásin hafi beinst að þeim. Þá kom einnig upp eldur í landbúnaðarráðuneyti Íraka sem er í nágrenninu. Árásarmaðurinn notaði ruslabíl til verksins og reis gríðarlegur reykjarmökkur upp frá staðnum þar sem bíllinn sprakk.

Sakaður um peningaþvætti

Rannsóknardómstóll í Washington í Bandaríkjunum kannar nú ásakanir um meint peningaþvætti Bobbys Fischers sem er 62 ára í dag. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hefur saksóknari vestan hafs þegar stefnt fyrrverandi lögmanni Fischers í Bandaríkjunum vegna málsins og hefur honum verið gert að mæta fyrir rannsóknardómstólinn 17. mars næstkomandi.

Margir á stuðningsfundi Sýrlands

Sýrlendingar hafa hafist handa við brottfluttning herliðs síns frá Líbanon. Þetta sagði varnarmálaráðherra Líbanon í gær og að hans sögn verða sex af fjórtán þúsund hermönnum Sýrlendinga í Líbanon farnir frá landinu innan tíu daga. Þrátt fyrir þetta safnaðist að minnsta kosti hálf milljón manna saman á götum Beirút í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hersetu Sýrlendinga í Líbanon.

Takmörkuð vitneskja um vopnaþróun

Upplýsingar Bandaríkjamanna um vopnaþróun Írana eru mjög takmarkaðar og ekki hægt að draga af þeim neinar haldbærar ályktanir. Bandaríska dagblaðið <em>New York Times</em> greinir frá því að þetta komi fram í skýrslu nefndar sem verður kynnt Bush Bandaríkjaforseta síðar í þessum mánuði.

Samfylkingin bjóði sér fram

Ungir jafnaðarmenn vilja að Samfylkingin í Reykjavík bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum sem haldnar verða eftir rúmt ár. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í gærkvöldi. Bent er á að samstarfið í Reykjavík hafi verið farsælt en tími sé kominn fyrir Samfylkinguna til að draga sig út úr samstarfinu innan Reykjavíkurlistans.

Hyggst ekki segja af sér

Carlos Mesa, forseti Bólivíu, er hættur við að segja af sér. Á mánudaginn bárust fréttir af því að hann ætlaði að segja starfi sínu lausu í lok vikunnar en eftir hvatningu frá þingmönnum ákvað hann að endurskoða hug sinn. Enn ríkir þó mikil óánægja meðal almennings sem hefur mótmælt stefnu forsetans á götum úti undanfarna mánuði.

Sankti Helena minnir á sig

Eldfjallið Sankti Helena í Washington sendi frá sér gríðarlegan öskustrók í gærkvöldi og í nótt. Að sögn flugmanna á svæðinu náði askan allt að tíu þúsund metra hæð. Öskustrókurinn er sennilega sá mesti síðan árið 1980 þegar mikið eldgos varð í fjallinu og 57 manns biðu bana.

BÍ styður kröfu Félags fréttamanna

Blaðamannafélag Íslands tekur undir þá sjálfsögðu kröfu Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu að fagleg sjónarmið verði látin ráða þegar komi að ráðningu fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Blaðamannafélaginu sem Róbert Marshall formaður ritar undir.

Talin hafa verið tekin af lífi

Nítján manns, þar á meðal ein kona, fundust látnir í bænum Qaim í vesturhluta Íraks í gærkvöldi. Reuters-fréttastofan hefur það eftir lækni á sjúkrahúsi í bænum að fólkið hafi verið skotið í höfuðið. Meðal hinna látnu er einn lögreglumaður. Talið er að skæruliðar beri á byrgð á verknaðinum í Qaim sem er skammt frá landamærum Sýrlands.

Semja um uppbyggingu í miðbæ

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að ganga til samninga við Klasa hf. um þróun og uppbyggingu á nýjum miðbæ í Garðabæ. Þetta ákváð bæjarstjórnin í kjölfar samkeppni um eflingu miðbæjarins. Í tilkynningu frá bænum segir að stefnt sé að því að byggja upp nýtt 500 manna íbúðahverfi með verslunum og veitingastöðum, þjónustu og menningu á svæði í miðbænum sem er einungis um 500 metrar að lengd.

Reykingar skemmi litninga fóstra

Stöðugt finnast nýjar sannanir fyrir því hvernig reykingar óléttra kvenna geta skaðað fóstrið í móðurkviði. Nú er komið í ljós að reykingar geta skemmt litninga fóstra og þar með aukið líkur á að börn reykingakvenna fái krabbamein þegar þau vaxa úr grasi. Þegar hefur verið staðfest að reykingar kvenna á meðgöngu geta leitt til ýmissa vandamála meðan á meðgöngunni stendur sem og til þess að börnin fæðist minni.

Segjast halda áfram uppreisn

Tsjetsjenskir uppreisnarmenn segja að morðið á leiðtoga þeirra, Aslan Maskhadov, muni engin áhrif hafa á aðskilnaðarbaráttuna og vopnaða uppreisn þeirra gegn rússneskum yfirvöldum í Tsjetsjeníu. Akhmed Zakajev, sem nú er aðaltalsmaður uppreisnarmanna, segir að eftirmaður Maskhadovs verði valinn á næstu dögum.

Fréttastjóri líklega kynntur í dag

Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, tilkynnir væntanlega um nýjan fréttastjóra Útvarps í dag. Auðun Georg Ólafsson fékk flest atkvæði í útvarpsráði en Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, hefur mælt með fimm manns og er Auðun ekki í þeim hópi.

Stofna félag um haglabyssur

Saga Jóns Björnssonar byssusmiðs frá Dalvík er um margt sérstök. Sjötugur tók hann að smíða haglabyssur sem þykja hagleikssmíð og ágætar til veiða. Byssurnar, sem hann nefndi Drífur vegna langdrægni, urðu alls 120. Nú stofna áhugamenn um Drífurnar sérstakt félag; Drífuvinafélagið. </font /></b />

Prófar nýtt lyf gegn æðakölkun

Íslensk erfðagreining greindi frá því í dag að hafnar séu klínískar lyfjaprófanir af fyrsta fasa á DG041, nýju lyfi sem fyrirtækið hefur þróað gegn æðakölkun í útlimum, eða svokölluðum útæðasjúkdómi. Mikill skortur er á lyfjameðferð gegn þessum æðasjúkdómi sem hrjáir yfir 20% fólks yfir sjötugu á Vesturlöndum.

Tíu þúsund án heimilislæknis

Um tíu þúsund manns eru án heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu, þar af 6350 Hafnfirðingar. Til stendur að opna tvær heilsugæslustöðvar í ár, aðra í Reykjavík en hina í Hafnarfirði.

Tveir lítrar af mjólk á krónu

Nú er hægt að fá tvo mjólkurlítra fyrir eina krónu í Krónunni. Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar, segir að frekari verðbreytinga sé að vænta í ýmsum vöruflokkum. Mjólkurvörur, gosdrykkir og grænmeti sé efst á blaði en hann segir lækkanir í fleiri vöruflokkum vera til skoðunar. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir tvo mjólkurlítra nú kosta 90 aura í Bónusverslununum.

Jaxlinn strandaði í Skutulsfirði

Flutningaskipið Jaxlinn strandaði í Skutulsfirði klukkan kortér fyrir ellefu í morgun í innsiglingunni við flugbrautina á Ísafirði. Mjög grunnt er á þessu svæði en ekki er kunnugt um ástæður strandsins. Sjö manns eru um borð. Verið er að reyna að toga Jaxlinn á flot en það gengur hægt að sögn Guðmundar Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði.

Hafnar beiðni um lausn Fischers

Útlendingastofnun japanska dómsmálaráðuneytisins hafnaði í morgun beiðni lögmanns Bobbys Fishers um að hann yrði leystur úr haldi. Ráðuneytið telur að það breyti engu um aðstöðu Fischers þótt hann hafi íslenskt vegabréf en öðru gilti ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt.

Sjá næstu 50 fréttir