Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 13:25 Ingibjörg segir utanríkisráðherra fela þingmönnum marklausa vinnu. Vísir/Vilhelm Þingkona Miðflokksins sagði sig úr þingmannahópi þvert á flokka um mótun öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Hún segir hópinn til marks um sýndarmennsku ríkisstjórnar og að verið sé að fela þingmönnum að vinna stefnu sem er síðan virt að vettugi. Utanríkisráðuneytið skipaði þennan samráðshóp þingmanna í mars á þessu ári. Hver þingflokkur átti sinn fulltrúa í hópnum og er hlutverk hans að fjalla um inntak og áherslur öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Slík stefna hefur ekki áður verið sett fram með formlegum hætti en er ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum til lengri og skemmri tíma og draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ segir hún í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Ríkisútvarpið hefur það eftir heimildum sínum að beiting forseta Alþingis á 71. grein þingskaparlaga til að binda enda á umræðu um veiðigjöld hafi verið meginástæða þess að Ingibjörg yfirgaf hópinn en það fortekur hún. Ingibjörg segist hafa gert athugasemdir við efnisleg atriði í vinnu flokksins. Hún spyr sig að því hvers vegna verið sé að fela þingmönnum að vinna marklausa skýrslu. „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi,“ segir hún. Hópnum var falið að skila skýrslu eigi síðar en 21. maí síðastliðinn en ljóst er að af því verður ekki. Ríkisútvarpið hefur eftir sínum heimildum að vinna hópsins sé svo gott sem tilbúin en óvíst er hvernig vinnan verður kynnt. Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Utanríkisráðuneytið skipaði þennan samráðshóp þingmanna í mars á þessu ári. Hver þingflokkur átti sinn fulltrúa í hópnum og er hlutverk hans að fjalla um inntak og áherslur öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Slík stefna hefur ekki áður verið sett fram með formlegum hætti en er ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum til lengri og skemmri tíma og draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ segir hún í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Ríkisútvarpið hefur það eftir heimildum sínum að beiting forseta Alþingis á 71. grein þingskaparlaga til að binda enda á umræðu um veiðigjöld hafi verið meginástæða þess að Ingibjörg yfirgaf hópinn en það fortekur hún. Ingibjörg segist hafa gert athugasemdir við efnisleg atriði í vinnu flokksins. Hún spyr sig að því hvers vegna verið sé að fela þingmönnum að vinna marklausa skýrslu. „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi,“ segir hún. Hópnum var falið að skila skýrslu eigi síðar en 21. maí síðastliðinn en ljóst er að af því verður ekki. Ríkisútvarpið hefur eftir sínum heimildum að vinna hópsins sé svo gott sem tilbúin en óvíst er hvernig vinnan verður kynnt.
Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira