Stjórnskipun á krossgötum 10. mars 2005 00:01 Ágreiningurinn um stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands, sem spannst af deilunum um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fyrrasumar, hefur skapað vinnunni sem nú er hafin að endurskoðun stjórnarskrárinnar þróttmikla og víða skírskotun. Það vekur vonir um að það takist að virkja almenning til að láta sig endurskoðunarstarfið varða. Þannig sé þessi atlaga að endurskoðun stjórnarskrárinnar vænleg til að skila meiri árangri en fyrri tilraunir til þess, en þær hafa verið nokkrar á lýðveldistímanum. Þetta kom fram í máli frummælenda á ráðstefnu um endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í gær. Eiríkur Tómasson lagaprófessor og formaður sérfræðinganefndar sem hefur það hlutverk að vera hinni pólitískt skipuðu stjórnarskrárnefnd til ráðgjafar um endurskoðunina, sagði í sínu erindi að ákvæði stjórnarskrárinnar um hlutverk og stöðu forseta Íslands væri meðal þess sem kæmi til álita að breyta. Þessi ákvæði væru þó aðeins einn margra þátta sem nærri lægi að taka til endurskoðunar. Atburðarásin síðasta sumar þykir hafa sýnt að þörf sé á að gera ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta skýrari, en á þetta ákvæði reyndi í fyrsta sinn er forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. Að mati Eiríks er í þessu sambandi mikilvægast að niðurstaða endurskoðunarinnar njóti ótvíræðs stuðnings þjóðarinnar, hvort sem hún yrði sú að afnema þetta vald forsetans, að aðrar leiðir til að skjóta frumvarpi í dóm þjóðarinnar komi í þess stað, eða einhver önnur. Meðal annarra þátta sem brýnt þykir að breyta í stjórnarskránni er að innleiða í hana ákvæði sem opnaði fyrir möguleikann á framsali fullveldis til fjöl- og yfirþjóðlegra stofnanad, en engin slík ákvæði er að finna í henni nú. Aðrir frummælendur á ráðstefnunni voru Eivind Smith, prófessor í stjórnskipunarrétti við Óslóarháskóla og einn kunnasti sérfræðingur Noregs í þessum efnum, Kári á Rógvi, varaformaður nefndar sem vinnur að gerð draga að stjórnarskrá fyrir Færeyjar, Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samtaka iðnaðarins, og Ágúst Þór Árnason, en hann skipulagði ráðstefnuna fyrir hönd Félagsvísinda- og lagadeildar HA. Vef stjórnarskrárnefndar má finna á slóðinni http://stjornarskra.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ágreiningurinn um stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands, sem spannst af deilunum um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fyrrasumar, hefur skapað vinnunni sem nú er hafin að endurskoðun stjórnarskrárinnar þróttmikla og víða skírskotun. Það vekur vonir um að það takist að virkja almenning til að láta sig endurskoðunarstarfið varða. Þannig sé þessi atlaga að endurskoðun stjórnarskrárinnar vænleg til að skila meiri árangri en fyrri tilraunir til þess, en þær hafa verið nokkrar á lýðveldistímanum. Þetta kom fram í máli frummælenda á ráðstefnu um endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í gær. Eiríkur Tómasson lagaprófessor og formaður sérfræðinganefndar sem hefur það hlutverk að vera hinni pólitískt skipuðu stjórnarskrárnefnd til ráðgjafar um endurskoðunina, sagði í sínu erindi að ákvæði stjórnarskrárinnar um hlutverk og stöðu forseta Íslands væri meðal þess sem kæmi til álita að breyta. Þessi ákvæði væru þó aðeins einn margra þátta sem nærri lægi að taka til endurskoðunar. Atburðarásin síðasta sumar þykir hafa sýnt að þörf sé á að gera ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta skýrari, en á þetta ákvæði reyndi í fyrsta sinn er forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. Að mati Eiríks er í þessu sambandi mikilvægast að niðurstaða endurskoðunarinnar njóti ótvíræðs stuðnings þjóðarinnar, hvort sem hún yrði sú að afnema þetta vald forsetans, að aðrar leiðir til að skjóta frumvarpi í dóm þjóðarinnar komi í þess stað, eða einhver önnur. Meðal annarra þátta sem brýnt þykir að breyta í stjórnarskránni er að innleiða í hana ákvæði sem opnaði fyrir möguleikann á framsali fullveldis til fjöl- og yfirþjóðlegra stofnanad, en engin slík ákvæði er að finna í henni nú. Aðrir frummælendur á ráðstefnunni voru Eivind Smith, prófessor í stjórnskipunarrétti við Óslóarháskóla og einn kunnasti sérfræðingur Noregs í þessum efnum, Kári á Rógvi, varaformaður nefndar sem vinnur að gerð draga að stjórnarskrá fyrir Færeyjar, Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samtaka iðnaðarins, og Ágúst Þór Árnason, en hann skipulagði ráðstefnuna fyrir hönd Félagsvísinda- og lagadeildar HA. Vef stjórnarskrárnefndar má finna á slóðinni http://stjornarskra.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira