Erlent

Margir á stuðningsfundi Sýrlands

Sýrlendingar hafa hafist handa við brottfluttning herliðs síns frá Líbanon. Þetta sagði varnarmálaráðherra Líbanon í gær og að hans sögn verða sex af fjórtán þúsund hermönnum Sýrlendinga í Líbanon farnir frá landinu innan tíu daga. Þrátt fyrir þetta safnaðist að minnsta kosti hálf milljón manna saman á götum Beirút í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hersetu Sýrlendinga í Líbanon. Skammt undan söfnuðust hins vegar ríflega 70 þúsund manns saman til þess að mótmæla hersetunni. Þetta voru fjölmennustu mótmæli andstæðinga herliðs Sýrlendinga hingað til en þau bliknuðu eigi að síður í samanburði við þann gríðarlega mannfjölda sem safnaðist saman til þess að lýsa yfir stuðningi við Sýrlendinga og andstöðu við afskipti vestrænna ríkja af málefnum Líbanons. Þó að stutt hafi verið á milli mótmælendanna hafa ekki borist fregnir af neinum átökum þeirra í milli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×