Fleiri fréttir Feðrum gert erfitt að vera ábyrgir Feðrum er gert erfitt um vik að vera ábyrgir foreldrar, því ekki er gengið út frá því að þeir geti sinnt foreldrahlutverkinu. Þetta segir Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, sem kynnti borgarstjóra í morgun hugmyndir um stofnun karlaathvarfs. 9.3.2005 00:01 Mótmæla skerðingu á veikindalaunum Starfsmenn almenningssamgangna á Ítalíu mættu ekki til vinnu í dag, en með því voru þeir að mótmæla fyrirhugaðri skerðingu á greiðslum í veikindafrí. Ferðir strætisvagna, sporvagna og neðanjarðarlesta hafa legið niðri mestan hluta dags í mörgum borgum á Ítalíu og hafa orðið miklar umferðartafir í miðbæjum margra borga þar sem bílaumferð er mun meiri en venjulega. 9.3.2005 00:01 Losa sig ekki við álagastein Borgaryfirvöld í Carlisle hafa hafnað beiðni borgarráðsmannsins Jims Tootles um að eyðlileggja álagastein í einu af söfnum borgarinnar. Tootle telur að steinninn hafi kallað ógæfu yfir borgina þegar hann var fluttur á safnið árið 2001, en síðan þá hafa flóð og gin- og klaufaveiki herjað á borgina og nágrenni auk þess sem atvinnuleysi hefur aukist og íþróttaliðum frá borginni hefur vegnað illa í mótum. 9.3.2005 00:01 Há sekt fyrir svindl Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 14,7 milljóna króna sekt fyrir skattsvik og bókhaldssvindl. Maðurinn kom sér undan því að greiða virðisaukaskatt og tekjuskatt á árunum 1998-2002, samtals að upphæð 7,3 milljónir króna. Sektin er því tvöföld sú upphæð og skal greiðast til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, annars skal ákærði sitja í fangelsi í sjö mánuði. 9.3.2005 00:01 Lofar skjótri og nákvæmri rannsókn George Bush Bandaríkjaforseti hefur lofað skjótri og nákvæmri rannsókn á skotárásinni þar sem ítalski leyniþjónustumaðurinn Nicola Calipari lést og blaðakonan Giuliana Sgrena særðist, en Calipari hafði skömmu áður fengið Sgrena lausa úr höndum mannræningja í Írak. 9.3.2005 00:01 Jaxlinn enn strand Flutningaskipið Jaxlinn sem strandaði í Skutulsfirði klukkan kortér fyrir ellefu í morgun er þar enn. Reynt var að toga skipið á flot en tilraunum til þess hefur verið hætt þar til flæðir að á ný. Jaxlinn er strand við enda flugbrautarinnar á Ísafjarðarflugvelli, en Arnór Jónatansson, stöðvarstjóri Flugfélags Íslands á Ísafjarðarflugvelli, á ekki von á að strandið hafi áhrif á flugumferð. 9.3.2005 00:01 Mæti fyrir dómara eftir dauðdaga 39 ára gamall Ítali sem læknar segja að eigi hálft ár eftir ólifað var í dag sagt að koma aftur eftir 14 mánuði til að hlýða á niðurstöðu dóms í máli mannsins gegn tryggingafyrirtæki. Maðurinn, Carmelo Cisabella, lenti í mótorhjólaslysi fyrir rúmum áratug, er í hjólastól og fékk í kjölfarið banvæna mænusýkingu. 9.3.2005 00:01 Mótmæla ofbeldi lögreglu Flestir þeirra 1400 lögfræðinga sem starfa í Túnis fóru í verkfall í dag til að mótmæla ofbeldi lögreglumanna. Málið snýst ekki um að lögreglan beiti skjólstæðinga þeirra ofbeldi heldur lögfræðingana sjálfa. 9.3.2005 00:01 Ríkið hamlar endurmenntun Íslenskir læknar eiga ekki kost á þeirri endurmenntun hér á landi sem þeir þurfa í sínu fagi, segir formaður Félags unglækna. Hann bendir á óuppfærða sérlyfjaskrá, skort á námskeiðahaldi og álítur að ríkið hafi hamlandi áhrif með aðgerðaleysi sínu. </font /></b /> 9.3.2005 00:01 Blóðstrimlar í opinn reikning Talsmenn tveggja fyrirtækja sem flytja inn blóðstrimla til blóðsykursmælinga segja þau ekki hafa gefið fólki slíka strimla í stórum stíl, til að fá síðan 80 - 90 prósent endurgreidd hjá Tryggingastofnun. Þriðja innflutningsfyrirtækið neitar að svara Fréttablaðinu. </font /></b /> 9.3.2005 00:01 Kaskó og Nettó gefa mjólk Verðstríðið á matvörumarkaði náði nýjum hæðum í dag þegar Kaskó og Nettó auglýstu að þau hygðust gefa mjólk í eins lítra fernum. Í tilkynningu frá verslununum kemur fram að Kaskó og Nettó taki ekki þátt í þeirri blekkingu að bjóða vörur fyrir aura sem séu ekki lengur til sem íslenskur gjaldmiðill. Eina löglega leiðin til að bjóða mjólk á lægra verði en eina krónu sé að gefa hana. 9.3.2005 00:01 Auðun Georg ráðinn fréttastjóri Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. 9.3.2005 00:01 Ekki japanskt innanríkismál Guðmundur G. Þórarinsson, einn fulltrúi í Fischer sendinefndinni í Japan, segir að Suzuki, lögfræðingur skákmeistarans hafi fengið þau svör eftir óformlegum leiðum, að ef hann fengi ríkisborgararétt þá yrði honum sleppt. 9.3.2005 00:01 Ráðist á skipulagsráðherra Íraks Skotið var á bílalest skipulagsmálaráðherra Íraks, Mehdi al-Hafidh, í dag. Einn lífvarða hans lét lífið í árásinni samkvæmt upplýsingum Reuters-fréttastofunnar en ráðherrann slapp ómeiddur. Uppreisnarmenn hafa ítrekað ráðist á embættismenn í Írak, en fyrr í vikunni var háttsettur lögreglumaður í innaríkisráðuneyti Íraks drepinn og hefur al-Qaida hópur Abus Musabs al-Zarqawis í landinu lýst yfir ábyrgð á því tilræði. 9.3.2005 00:01 Verðlaunað fyrir frunsurannsóknir Rannsóknarhópur sem stendur að sprotafyrirtækinu Líf-hlaup hefur hlotið verðlaun Alþjóðasamtaka tannrannsókna, International Association for Dental Research, og GlaxoSmithKline fyrir rannsóknir á lyfjagjöf við herpes simplex sýkingum í munni, það er frunsum. 9.3.2005 00:01 Haradinaj fluttur til Haag Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, hélt til Haag í Hollandi í dag með þýskri herflugvél. Hann hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í stríðinu í Kosovo á árunum 1998-1999 og mun stríðsglæpadómstóllinn í Haag rétta yfir honum eins fljótt og auðið er. Haradinaj sagði af sér um leið og ákæra á hendur honum var lögð fram. 9.3.2005 00:01 Meirihluti fylgjandi reykleysi 61,3 prósent fólks á aldrinum 15-89 ára og 60,4 prósent fólks á aldrinum 18-69 ára eru fylgjandi því að allir veitinga- og skemmtistaðir séu reyklausir, samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallups fyrir Lýðheilsustöð. Um 85,5 prósent aðspurðra sögðust myndu fara jafnoft eða oftar á þessa staði ef þeir væru reyklausir. 9.3.2005 00:01 Sprengjuárásir á Indlandi Tíu sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í Assam-ríki á Indlandi í dag. Einn maður lést og fjórir slösuðust og verslanir, farartæki og lögreglustöð skemmdust. Sprengjunum hafði flestum verið komið fyrir á mannmörgum mörkuðum og fyrir utan sjúkrahús. Svokölluð frelsissamtök Asom eru grunuð um verknaðinn en þau berjast fyrir sjálfstæði Assam-ríkis. 9.3.2005 00:01 Átak gegn undirboðum ASÍ undirbýr átak gegn innflutningi ólöglegs vinnuafls og undirboðum á vinnumarkaði. Sérstakur hópur á að hefja störf opinberlega í apríl. 9.3.2005 00:01 9.3.2005 00:01 Borgarstjóri hjá Mæðrastyrksnefnd Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri skoðaði húsakynni hjá Mæðrastyrksnefnd. Nefndin bauð borgarstjóra í heimsókn til að afla stuðnings hennar við fyrirhugaðar framkvæmdir á húsnæðinu. 9.3.2005 00:01 Ráðast gegn klámvæðingunni Hjúkrunarfræðingar, prestar, feministar og umboðsmaður barna ætla vinna með landlæknisembættinu gegn klámvæðingunni í landinu. Undirbúningur að herferð er hafinn. Starfskona Stígamóta segir klámvæðinguna í rénun. 9.3.2005 00:01 Skjálfti lokar gullnámu í S-Afríku 42 námuverkamenn eru fastir í gullnámu í Suður-Afríku í kjölfar jarðskjálfta þar í morgun. Samkvæmt fréttaskeytum lokuðust sum ganganna í námunni í skjálftanum en björgunarmenn vinna nú hörðum höndum að því að bjarga lífi þeirra sem lokaðir eru inni. Þeir eru sagðir vera um 2,4 kílómetra undir yfirborði jarðar en með einhverjar súrefnis- og vantsbirgðir. 9.3.2005 00:01 Reglugerð um spilakassa gefin út Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð fyrir Íslenska söfnunarkassa sem starfrækja söfnunarkassa til fjáröflunar fyrir Rauða Kross Íslands, Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og SÁÁ, undir heitinu Íslandsspil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. 9.3.2005 00:01 Sögð óvelkomin í Hvíta húsið Áform Karls Bretaprins og Camillu Parker-Bowles um borgaralega giftingu hafa verið úrskurðuð lögleg. Þó er fjarri því að allir séu sáttir við þau. Óbilandi vinsældir Díönu prinsessu heitinnar valda því að ýmsir líta svo á að brúðkaup Karls og Camillu sé vanvirðing við minningu Díönu. Og hin fráskild Camilla kvað vera óvelkomin í Hvíta húsið. 9.3.2005 00:01 Uppnám í flokki Haiders Frelsisflokkur Jörgs Haider í Austurríki er í uppnámi eftir mikinn kosningaósigur í héraðskosningum í Neðra-Austurríki um helgina. Á þriðjudag boðaði Haider endurstofnun flokksins. Áður ákvað flokksstjórnin að gera fimm áberandi fulltrúa yst á hægri væng flokksins brottræka úr honum. 9.3.2005 00:01 Létust af völdum eitraðs ávaxtar Að minnsta kosti 27 börn á Filippseyjum létust úr matareitrun í morgun og önnur eitt hundrað liggja fárveik á sjúkrahúsi. Börnin urðu veik eftir að hafa borðað djúpsteiktan hitabeltisávöxt sem líkist ananas og kallast cassava í skólanum. Rætur þessarar plöntu eru auðugar af prótínum og vítamínum en geta verið eitraðar ef þær eru ekki matreiddar á réttan hátt eða ef þær eru borðaðar hráar. 9.3.2005 00:01 Ísraelsríki studdi landtöku Ísraelsk stjórnvöld voru með ólöglegum hætti viðriðin stofnun landtökubyggða á Vesturbakkanum. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem kynnt var í Ísrael í gær. Þetta hátterni Ísraelsstjórnar er til þess fallið að grafa undan lýðræði þar í landi segir fyrrverandi ríkissaksóknari. </font /></b /> 9.3.2005 00:01 Tsjetsjenar berjast áfram Tsjetsjenskir uppreisnarmenn hétu því í gær að halda áfram baráttunni fyrir algerum aðskilnaði Tsjetsjníu frá Rússlandi, eftir að það fréttist í fyrradag að leiðtogi þeirra, Aslan Maskhadov, hefði fallið eftir að rússneskir sérsveitarmenn umkringdu hann á felustað sínum í norðanverðri Tsjetsjníu. 9.3.2005 00:01 Verðstríðið harðnar enn Ekkert miðar í friðarátt í verðstríði lágvöruverslana, sem sumar hverjar gáfu viðskiptavinum sínum mjólkina í dag. Þessi stríðsrekstur varð til þess að Mjólkursamsalan tvöfaldaði mjólkurframleiðsluna og er að verða uppiskroppa með ýmsa mjólkurvöru. 9.3.2005 00:01 Öfgamenn komi í stað Maskhadovs Líklegt er að morð rússneskra hermanna á Aslan Maskhadov, leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna, í gær hleypi frekari hörku í aðgerðir aðskilnaðarsinnaðra Tsjetsjena. Maskhadov var talsmaður hófsamra Tsjetsjena og nú er talið að öfgasinnaðir hryðjuverkamenn nái völdum. 9.3.2005 00:01 Haldið í ellefu til tólf tíma Ítalska ferðamanninum, sem var handtekinn um helgina grunaður um hryðjuverkastarfsemi, var haldið í ellefu til tólf klukkstundir. Þó hafði hann ekkert unnið sér til saka annað en að vefja trefli um andlitið vegna kuldans hér á landi. 9.3.2005 00:01 Gríðarleg reiði meðal fréttamanna Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum. 9.3.2005 00:01 Búið að losa Jaxlinn Flutningaskipið Jaxlinn, sem strandaði í morgun við flugbrautina á Ísafirði, var dregið á flot undir kvöld. Engar skemmdir virðast hafa orðið á skipinu. Mjög grunnt er á þessu svæði og virðist Jaxlinn hafa komið af töluverðum krafti upp í sandinn því hann sat klettfastur í dag. 9.3.2005 00:01 Margir vilja skipuleggja miðbæinn Mikill áhugi virðist meðal arkitekta hvaðanæva úr heiminum á að skipuleggja miðbæ Akureyrar því 140 tillögur bárust í hugmyndasamkeppni um það. 9.3.2005 00:01 Barnaníðingar fyrir dóm Vitnaleiðslur hefjast í dag yfir sakborningum í umfangsmesta kynferðisafbrotamáli franskrar réttarsögu. 9.3.2005 00:01 Asni handtekinn Asninn Pacho var látinn laus úr prísund sinni í gær eftir að lögreglan í borginni Arauca í Kólumbíu tók hann fastan á sunnudagskvöldið. 9.3.2005 00:01 Þorsteinn að hætta Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mun láta að störfum í utanríkisþjónustunni með haustinu. 9.3.2005 00:01 Jaxlinn strandar Flutningaskipið Jaxlinn strandaði í gærmorgun í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp en síðdegis tókst að draga hann á flot á ný. 9.3.2005 00:01 Mikil spurn eftir folaldakjöti Eitt þúsund folöld vantar til slátrunar til að anna stóraukinni spurn eftir folaldakjöti. Fordómar gagnvart hrossakjöti hafa minnkað, segja kjötframleiðendur, og erlendis selst kjötið yfirleitt á hærra verði en dilkakjöt. 9.3.2005 00:01 Meirihluti vill reykingabann Meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að allir veitinga- og skemmtistaðir á Íslandi verði reyklausir, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Lýðheilsustöð. 9.3.2005 00:01 Skoða mál Landhelgisgæslunnar Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. 9.3.2005 00:01 Fogh Rasmussen í klemmu Talsmenn atvinnulífsins í Danmörku ráðast harkalega á Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra fyrir að krefjast þess að ráðherrar í ríkisstjórn hans geri grein fyrir fjármálum sínum og maka sinna. 9.3.2005 00:01 Karami aftur forsætisráðherra Horfur eru á að Omar Karami setjist á ný í stól forsætisráðherra Líbanons en hann sagði af sér embætti á dögunum. 9.3.2005 00:01 Verði að fá ríkisborgararétt Íslenskt vegabréf dugar ekki til að leysa Bobby Fischer úr haldi japanskra stjórnvalda samkvæmt óformlegu svari sem barst lögmönnum hans í dag. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að nú verði íslensk stjórnvöld að bregðast við og veita Fischer fullan ríkisborgararétt. 9.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Feðrum gert erfitt að vera ábyrgir Feðrum er gert erfitt um vik að vera ábyrgir foreldrar, því ekki er gengið út frá því að þeir geti sinnt foreldrahlutverkinu. Þetta segir Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, sem kynnti borgarstjóra í morgun hugmyndir um stofnun karlaathvarfs. 9.3.2005 00:01
Mótmæla skerðingu á veikindalaunum Starfsmenn almenningssamgangna á Ítalíu mættu ekki til vinnu í dag, en með því voru þeir að mótmæla fyrirhugaðri skerðingu á greiðslum í veikindafrí. Ferðir strætisvagna, sporvagna og neðanjarðarlesta hafa legið niðri mestan hluta dags í mörgum borgum á Ítalíu og hafa orðið miklar umferðartafir í miðbæjum margra borga þar sem bílaumferð er mun meiri en venjulega. 9.3.2005 00:01
Losa sig ekki við álagastein Borgaryfirvöld í Carlisle hafa hafnað beiðni borgarráðsmannsins Jims Tootles um að eyðlileggja álagastein í einu af söfnum borgarinnar. Tootle telur að steinninn hafi kallað ógæfu yfir borgina þegar hann var fluttur á safnið árið 2001, en síðan þá hafa flóð og gin- og klaufaveiki herjað á borgina og nágrenni auk þess sem atvinnuleysi hefur aukist og íþróttaliðum frá borginni hefur vegnað illa í mótum. 9.3.2005 00:01
Há sekt fyrir svindl Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 14,7 milljóna króna sekt fyrir skattsvik og bókhaldssvindl. Maðurinn kom sér undan því að greiða virðisaukaskatt og tekjuskatt á árunum 1998-2002, samtals að upphæð 7,3 milljónir króna. Sektin er því tvöföld sú upphæð og skal greiðast til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, annars skal ákærði sitja í fangelsi í sjö mánuði. 9.3.2005 00:01
Lofar skjótri og nákvæmri rannsókn George Bush Bandaríkjaforseti hefur lofað skjótri og nákvæmri rannsókn á skotárásinni þar sem ítalski leyniþjónustumaðurinn Nicola Calipari lést og blaðakonan Giuliana Sgrena særðist, en Calipari hafði skömmu áður fengið Sgrena lausa úr höndum mannræningja í Írak. 9.3.2005 00:01
Jaxlinn enn strand Flutningaskipið Jaxlinn sem strandaði í Skutulsfirði klukkan kortér fyrir ellefu í morgun er þar enn. Reynt var að toga skipið á flot en tilraunum til þess hefur verið hætt þar til flæðir að á ný. Jaxlinn er strand við enda flugbrautarinnar á Ísafjarðarflugvelli, en Arnór Jónatansson, stöðvarstjóri Flugfélags Íslands á Ísafjarðarflugvelli, á ekki von á að strandið hafi áhrif á flugumferð. 9.3.2005 00:01
Mæti fyrir dómara eftir dauðdaga 39 ára gamall Ítali sem læknar segja að eigi hálft ár eftir ólifað var í dag sagt að koma aftur eftir 14 mánuði til að hlýða á niðurstöðu dóms í máli mannsins gegn tryggingafyrirtæki. Maðurinn, Carmelo Cisabella, lenti í mótorhjólaslysi fyrir rúmum áratug, er í hjólastól og fékk í kjölfarið banvæna mænusýkingu. 9.3.2005 00:01
Mótmæla ofbeldi lögreglu Flestir þeirra 1400 lögfræðinga sem starfa í Túnis fóru í verkfall í dag til að mótmæla ofbeldi lögreglumanna. Málið snýst ekki um að lögreglan beiti skjólstæðinga þeirra ofbeldi heldur lögfræðingana sjálfa. 9.3.2005 00:01
Ríkið hamlar endurmenntun Íslenskir læknar eiga ekki kost á þeirri endurmenntun hér á landi sem þeir þurfa í sínu fagi, segir formaður Félags unglækna. Hann bendir á óuppfærða sérlyfjaskrá, skort á námskeiðahaldi og álítur að ríkið hafi hamlandi áhrif með aðgerðaleysi sínu. </font /></b /> 9.3.2005 00:01
Blóðstrimlar í opinn reikning Talsmenn tveggja fyrirtækja sem flytja inn blóðstrimla til blóðsykursmælinga segja þau ekki hafa gefið fólki slíka strimla í stórum stíl, til að fá síðan 80 - 90 prósent endurgreidd hjá Tryggingastofnun. Þriðja innflutningsfyrirtækið neitar að svara Fréttablaðinu. </font /></b /> 9.3.2005 00:01
Kaskó og Nettó gefa mjólk Verðstríðið á matvörumarkaði náði nýjum hæðum í dag þegar Kaskó og Nettó auglýstu að þau hygðust gefa mjólk í eins lítra fernum. Í tilkynningu frá verslununum kemur fram að Kaskó og Nettó taki ekki þátt í þeirri blekkingu að bjóða vörur fyrir aura sem séu ekki lengur til sem íslenskur gjaldmiðill. Eina löglega leiðin til að bjóða mjólk á lægra verði en eina krónu sé að gefa hana. 9.3.2005 00:01
Auðun Georg ráðinn fréttastjóri Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. 9.3.2005 00:01
Ekki japanskt innanríkismál Guðmundur G. Þórarinsson, einn fulltrúi í Fischer sendinefndinni í Japan, segir að Suzuki, lögfræðingur skákmeistarans hafi fengið þau svör eftir óformlegum leiðum, að ef hann fengi ríkisborgararétt þá yrði honum sleppt. 9.3.2005 00:01
Ráðist á skipulagsráðherra Íraks Skotið var á bílalest skipulagsmálaráðherra Íraks, Mehdi al-Hafidh, í dag. Einn lífvarða hans lét lífið í árásinni samkvæmt upplýsingum Reuters-fréttastofunnar en ráðherrann slapp ómeiddur. Uppreisnarmenn hafa ítrekað ráðist á embættismenn í Írak, en fyrr í vikunni var háttsettur lögreglumaður í innaríkisráðuneyti Íraks drepinn og hefur al-Qaida hópur Abus Musabs al-Zarqawis í landinu lýst yfir ábyrgð á því tilræði. 9.3.2005 00:01
Verðlaunað fyrir frunsurannsóknir Rannsóknarhópur sem stendur að sprotafyrirtækinu Líf-hlaup hefur hlotið verðlaun Alþjóðasamtaka tannrannsókna, International Association for Dental Research, og GlaxoSmithKline fyrir rannsóknir á lyfjagjöf við herpes simplex sýkingum í munni, það er frunsum. 9.3.2005 00:01
Haradinaj fluttur til Haag Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, hélt til Haag í Hollandi í dag með þýskri herflugvél. Hann hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í stríðinu í Kosovo á árunum 1998-1999 og mun stríðsglæpadómstóllinn í Haag rétta yfir honum eins fljótt og auðið er. Haradinaj sagði af sér um leið og ákæra á hendur honum var lögð fram. 9.3.2005 00:01
Meirihluti fylgjandi reykleysi 61,3 prósent fólks á aldrinum 15-89 ára og 60,4 prósent fólks á aldrinum 18-69 ára eru fylgjandi því að allir veitinga- og skemmtistaðir séu reyklausir, samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallups fyrir Lýðheilsustöð. Um 85,5 prósent aðspurðra sögðust myndu fara jafnoft eða oftar á þessa staði ef þeir væru reyklausir. 9.3.2005 00:01
Sprengjuárásir á Indlandi Tíu sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í Assam-ríki á Indlandi í dag. Einn maður lést og fjórir slösuðust og verslanir, farartæki og lögreglustöð skemmdust. Sprengjunum hafði flestum verið komið fyrir á mannmörgum mörkuðum og fyrir utan sjúkrahús. Svokölluð frelsissamtök Asom eru grunuð um verknaðinn en þau berjast fyrir sjálfstæði Assam-ríkis. 9.3.2005 00:01
Átak gegn undirboðum ASÍ undirbýr átak gegn innflutningi ólöglegs vinnuafls og undirboðum á vinnumarkaði. Sérstakur hópur á að hefja störf opinberlega í apríl. 9.3.2005 00:01
Borgarstjóri hjá Mæðrastyrksnefnd Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri skoðaði húsakynni hjá Mæðrastyrksnefnd. Nefndin bauð borgarstjóra í heimsókn til að afla stuðnings hennar við fyrirhugaðar framkvæmdir á húsnæðinu. 9.3.2005 00:01
Ráðast gegn klámvæðingunni Hjúkrunarfræðingar, prestar, feministar og umboðsmaður barna ætla vinna með landlæknisembættinu gegn klámvæðingunni í landinu. Undirbúningur að herferð er hafinn. Starfskona Stígamóta segir klámvæðinguna í rénun. 9.3.2005 00:01
Skjálfti lokar gullnámu í S-Afríku 42 námuverkamenn eru fastir í gullnámu í Suður-Afríku í kjölfar jarðskjálfta þar í morgun. Samkvæmt fréttaskeytum lokuðust sum ganganna í námunni í skjálftanum en björgunarmenn vinna nú hörðum höndum að því að bjarga lífi þeirra sem lokaðir eru inni. Þeir eru sagðir vera um 2,4 kílómetra undir yfirborði jarðar en með einhverjar súrefnis- og vantsbirgðir. 9.3.2005 00:01
Reglugerð um spilakassa gefin út Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð fyrir Íslenska söfnunarkassa sem starfrækja söfnunarkassa til fjáröflunar fyrir Rauða Kross Íslands, Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og SÁÁ, undir heitinu Íslandsspil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. 9.3.2005 00:01
Sögð óvelkomin í Hvíta húsið Áform Karls Bretaprins og Camillu Parker-Bowles um borgaralega giftingu hafa verið úrskurðuð lögleg. Þó er fjarri því að allir séu sáttir við þau. Óbilandi vinsældir Díönu prinsessu heitinnar valda því að ýmsir líta svo á að brúðkaup Karls og Camillu sé vanvirðing við minningu Díönu. Og hin fráskild Camilla kvað vera óvelkomin í Hvíta húsið. 9.3.2005 00:01
Uppnám í flokki Haiders Frelsisflokkur Jörgs Haider í Austurríki er í uppnámi eftir mikinn kosningaósigur í héraðskosningum í Neðra-Austurríki um helgina. Á þriðjudag boðaði Haider endurstofnun flokksins. Áður ákvað flokksstjórnin að gera fimm áberandi fulltrúa yst á hægri væng flokksins brottræka úr honum. 9.3.2005 00:01
Létust af völdum eitraðs ávaxtar Að minnsta kosti 27 börn á Filippseyjum létust úr matareitrun í morgun og önnur eitt hundrað liggja fárveik á sjúkrahúsi. Börnin urðu veik eftir að hafa borðað djúpsteiktan hitabeltisávöxt sem líkist ananas og kallast cassava í skólanum. Rætur þessarar plöntu eru auðugar af prótínum og vítamínum en geta verið eitraðar ef þær eru ekki matreiddar á réttan hátt eða ef þær eru borðaðar hráar. 9.3.2005 00:01
Ísraelsríki studdi landtöku Ísraelsk stjórnvöld voru með ólöglegum hætti viðriðin stofnun landtökubyggða á Vesturbakkanum. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem kynnt var í Ísrael í gær. Þetta hátterni Ísraelsstjórnar er til þess fallið að grafa undan lýðræði þar í landi segir fyrrverandi ríkissaksóknari. </font /></b /> 9.3.2005 00:01
Tsjetsjenar berjast áfram Tsjetsjenskir uppreisnarmenn hétu því í gær að halda áfram baráttunni fyrir algerum aðskilnaði Tsjetsjníu frá Rússlandi, eftir að það fréttist í fyrradag að leiðtogi þeirra, Aslan Maskhadov, hefði fallið eftir að rússneskir sérsveitarmenn umkringdu hann á felustað sínum í norðanverðri Tsjetsjníu. 9.3.2005 00:01
Verðstríðið harðnar enn Ekkert miðar í friðarátt í verðstríði lágvöruverslana, sem sumar hverjar gáfu viðskiptavinum sínum mjólkina í dag. Þessi stríðsrekstur varð til þess að Mjólkursamsalan tvöfaldaði mjólkurframleiðsluna og er að verða uppiskroppa með ýmsa mjólkurvöru. 9.3.2005 00:01
Öfgamenn komi í stað Maskhadovs Líklegt er að morð rússneskra hermanna á Aslan Maskhadov, leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna, í gær hleypi frekari hörku í aðgerðir aðskilnaðarsinnaðra Tsjetsjena. Maskhadov var talsmaður hófsamra Tsjetsjena og nú er talið að öfgasinnaðir hryðjuverkamenn nái völdum. 9.3.2005 00:01
Haldið í ellefu til tólf tíma Ítalska ferðamanninum, sem var handtekinn um helgina grunaður um hryðjuverkastarfsemi, var haldið í ellefu til tólf klukkstundir. Þó hafði hann ekkert unnið sér til saka annað en að vefja trefli um andlitið vegna kuldans hér á landi. 9.3.2005 00:01
Gríðarleg reiði meðal fréttamanna Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum. 9.3.2005 00:01
Búið að losa Jaxlinn Flutningaskipið Jaxlinn, sem strandaði í morgun við flugbrautina á Ísafirði, var dregið á flot undir kvöld. Engar skemmdir virðast hafa orðið á skipinu. Mjög grunnt er á þessu svæði og virðist Jaxlinn hafa komið af töluverðum krafti upp í sandinn því hann sat klettfastur í dag. 9.3.2005 00:01
Margir vilja skipuleggja miðbæinn Mikill áhugi virðist meðal arkitekta hvaðanæva úr heiminum á að skipuleggja miðbæ Akureyrar því 140 tillögur bárust í hugmyndasamkeppni um það. 9.3.2005 00:01
Barnaníðingar fyrir dóm Vitnaleiðslur hefjast í dag yfir sakborningum í umfangsmesta kynferðisafbrotamáli franskrar réttarsögu. 9.3.2005 00:01
Asni handtekinn Asninn Pacho var látinn laus úr prísund sinni í gær eftir að lögreglan í borginni Arauca í Kólumbíu tók hann fastan á sunnudagskvöldið. 9.3.2005 00:01
Þorsteinn að hætta Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mun láta að störfum í utanríkisþjónustunni með haustinu. 9.3.2005 00:01
Jaxlinn strandar Flutningaskipið Jaxlinn strandaði í gærmorgun í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp en síðdegis tókst að draga hann á flot á ný. 9.3.2005 00:01
Mikil spurn eftir folaldakjöti Eitt þúsund folöld vantar til slátrunar til að anna stóraukinni spurn eftir folaldakjöti. Fordómar gagnvart hrossakjöti hafa minnkað, segja kjötframleiðendur, og erlendis selst kjötið yfirleitt á hærra verði en dilkakjöt. 9.3.2005 00:01
Meirihluti vill reykingabann Meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að allir veitinga- og skemmtistaðir á Íslandi verði reyklausir, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Lýðheilsustöð. 9.3.2005 00:01
Skoða mál Landhelgisgæslunnar Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. 9.3.2005 00:01
Fogh Rasmussen í klemmu Talsmenn atvinnulífsins í Danmörku ráðast harkalega á Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra fyrir að krefjast þess að ráðherrar í ríkisstjórn hans geri grein fyrir fjármálum sínum og maka sinna. 9.3.2005 00:01
Karami aftur forsætisráðherra Horfur eru á að Omar Karami setjist á ný í stól forsætisráðherra Líbanons en hann sagði af sér embætti á dögunum. 9.3.2005 00:01
Verði að fá ríkisborgararétt Íslenskt vegabréf dugar ekki til að leysa Bobby Fischer úr haldi japanskra stjórnvalda samkvæmt óformlegu svari sem barst lögmönnum hans í dag. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að nú verði íslensk stjórnvöld að bregðast við og veita Fischer fullan ríkisborgararétt. 9.3.2005 00:01