Erlent

Dauðdaginn ekki glæstur

Lést ekki í bardaga heldur fótbrotnaði Egypski konungurinn Tutankhamun lét ekki lífið í bardaga eða í slysi á stríðsvagni sínum eins og hingað til hefur verið talið. Nýjar rannsóknir benda til þess að einfalt fótbrot hafi dregið þennan sögufræga konung til dauða. Fátt hreyfir meira við hjörtum fornleifafræðinga en fregnir af Tutankhamun sem ríkti sem konungur í Egyptalandi um 1350 fyrir Krist. Einhverjar merkustu fornleifar sem um getur fundust í grafhýsi hans árið 1922 og æ síðar hefur ævi hans og dauðdagi verið mönnum endalaust rannsóknar- og yrkisefni. Nú hafa nýjar, nákvæmar rannsóknir á jarðneskum leifum Tutankhamuns leitt ýmislegt forvitnilegt í ljós. Zahi Hawass hjá Fornleifastofnun Egyptalands segir að sérfræðingar hafi komist að því að Tutankhamun hafi dáið 19 ára að aldri. Hann hafi verð mjög heilsuhraustur, vel nærður og laus við alla sjúkdóma. Margar tilgátur hafa verið settar fram um dauðdaga Tutankhamuns en þessar nýju rannsóknir virðast afsanna þær flestar. Hawass segir að rannsakendurnir hafi komist að því að vinstri fóturinn á Tutankhamum hafi verið brotinn. Hann virðist hafa fótbrotnað nokkrum dögum fyrir andlátið og því kunni að vera að slysið hafi dregið hann til dauða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×