Erlent

Segjast halda áfram uppreisn

Tsjetsjenskir uppreisnarmenn segja að morðið á leiðtoga þeirra, Aslan Maskhadov, muni engin áhrif hafa á aðskilnaðarbaráttuna og vopnaða uppreisn þeirra gegn rússneskum yfirvöldum í Tsjetsjeníu. Akhmed Zakajev, sem nú er aðaltalsmaður uppreisnarmanna, segir að eftirmaður Maskhadovs verði valinn á næstu dögum. Maskhadov, sem var kjörinn forseti Tsjestjeníu árið 1997, var myrtur af rússneskum hersveitum í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×