Erlent

Sankti Helena minnir á sig

Eldfjallið Sankti Helena í Washington sendi frá sér gríðarlegan öskustrók í gærkvöldi og í nótt. Að sögn flugmanna á svæðinu náði askan allt að tíu þúsund metra hæð. Öskustrókurinn er sennilega sá mesti síðan árið 1980 þegar mikið eldgos varð í fjallinu og 57 manns biðu bana. Jarðskjálftafræðingar segja þó mjög ólíklegt að öskustrókurinn boði stórt eldgos í bráð enda bendi nýlegar mælingar í gíg fjallsins til þess að virknin hafi ekki breyst undanfarna daga. Þeir segja þó vel hugsanlegt að sprengigos verði í fjallinu áður en langt um líður. Helena hefur spúið ösku og gjósku frá því í haust þegar fjöldi lítilla jarðskjálfta varð í nágrenninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×