Erlent

Sakaður um peningaþvætti

Rannsóknardómstóll í Washington í Bandaríkjunum kannar nú ásakanir um meint peningaþvætti Bobbys Fischers sem er 62 ára í dag. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hefur saksóknari vestan hafs þegar stefnt fyrrverandi lögmanni Fischers í Bandaríkjunum vegna málsins og hefur honum verið gert að mæta fyrir rannsóknardómstólinn 17. mars næstkomandi. Annar lögmaður Fischers segir þetta hins vegar vera áróður gegn Fischer sem hefur eftirlýstur frá árinu 1992 eftir að hann rauf viðskiptabann gegn Júgóslavíu með því að tefla. Fischer er sagður hafa fengið sem samsvarar um 200 milljónum íslenskra króna fyrir að tefla en sjálfur sagðist hann á sínum tíma ekki ætla að greiða tekjuskatt af þeirri upphæð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×