Fréttamenn ræða allsherjaruppsögn 10. mars 2005 00:01 Fréttamenn á fréttastofu Útvarpsins ræða nú að segja upp störfum, allir sem einn, verði ekki horfið frá ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra. Þá ætla þeir að kanna lagagrundvöll fyrir því hvort hægt sé að kæra ráðningu hans. Þetta sagði Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna útvarpsins, í gærkvöld að loknum fundi stjórnar félagsins. Stjórnin hefur boðað til félagsfundar í hádeginu í dag, þar sem fulltrúi Bandalags háskólamanna mun mæta. Þar verður farið yfir réttarstöðu fréttamannanna og ýmis lagaleg atriði vegna ráðningar Auðuns Georgs. "Við munum meðal annars fara yfir það hver réttarstaða okkar er gagnvart skerðingu eða röskun á fréttaútsendingum, sem við viljum helst ekki að hlustendur okkar þurfi að verða fyrir," sagði Jón Gunnar. "Jafnframt munum við skoða lagalega stöðu okkar ef til uppsagna kemur. Menn eru að ræða þann möguleika sem einn af nokkrum. Það er enginn bilbugur á okkur." "Þeir atburðir sem hér hafa orðið eru með þeim ólíkindum að mér hefði aldrei komið til hugar að þetta gæti gerst," sagði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins. "Ástandið er engu líkt og ég man ekki eftir öðru eins þó hef ég verið hér í hartnær 30 ár," sagði hann og bætti við að hann þyrði engu að spá um framtíðina. Einörð andstaða fréttamanna og annarra starfsmanna Ríkisútvarpsins gegn ráðningu Auðuns Georgs leiddi til tíðra fundahalda og þess að fréttatímar gengu úr skorðum í gær. Fréttamennirnir samþykktu vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra og starfsmannafundur samþykkti áskorun um að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Fréttamenn biðu lengi dags í gær viðbragða útvarpsstjóra og nýráðins fréttastjóra við ályktunum og áskorunum, en þeir létu hvorugur ná í sig. Auðun Georg vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gærkvöldi og ekki náðist Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Fréttamenn á fréttastofu Útvarpsins ræða nú að segja upp störfum, allir sem einn, verði ekki horfið frá ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra. Þá ætla þeir að kanna lagagrundvöll fyrir því hvort hægt sé að kæra ráðningu hans. Þetta sagði Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna útvarpsins, í gærkvöld að loknum fundi stjórnar félagsins. Stjórnin hefur boðað til félagsfundar í hádeginu í dag, þar sem fulltrúi Bandalags háskólamanna mun mæta. Þar verður farið yfir réttarstöðu fréttamannanna og ýmis lagaleg atriði vegna ráðningar Auðuns Georgs. "Við munum meðal annars fara yfir það hver réttarstaða okkar er gagnvart skerðingu eða röskun á fréttaútsendingum, sem við viljum helst ekki að hlustendur okkar þurfi að verða fyrir," sagði Jón Gunnar. "Jafnframt munum við skoða lagalega stöðu okkar ef til uppsagna kemur. Menn eru að ræða þann möguleika sem einn af nokkrum. Það er enginn bilbugur á okkur." "Þeir atburðir sem hér hafa orðið eru með þeim ólíkindum að mér hefði aldrei komið til hugar að þetta gæti gerst," sagði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins. "Ástandið er engu líkt og ég man ekki eftir öðru eins þó hef ég verið hér í hartnær 30 ár," sagði hann og bætti við að hann þyrði engu að spá um framtíðina. Einörð andstaða fréttamanna og annarra starfsmanna Ríkisútvarpsins gegn ráðningu Auðuns Georgs leiddi til tíðra fundahalda og þess að fréttatímar gengu úr skorðum í gær. Fréttamennirnir samþykktu vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra og starfsmannafundur samþykkti áskorun um að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Fréttamenn biðu lengi dags í gær viðbragða útvarpsstjóra og nýráðins fréttastjóra við ályktunum og áskorunum, en þeir létu hvorugur ná í sig. Auðun Georg vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gærkvöldi og ekki náðist Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira