Innlent

Segir hæfan mann hafa verið ráðinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sér ekki ástæðu til að neinn víki úr stöðu sinni vegna ákvörðunar útvarpsstjóra að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarps. Hún segir að hæfur maður hafi verið ráðinn. Mennatamálaráðherra segir að með vali á Auðuni Georg hafi hæfur maður verið ráðinn með víðtæka reynslu. Hún segist ekki hafa heimild til að skipta sér af ráðningunni, útvarpsráð hafi lögboðið hlutverk að því leyti. Henni sýnist að hæfur maður hafi verið ráðinn og það sé það sem skipti máli, að gott fólk verði áfram við störf í Ríkisútvarpinu. Það skipti máli að halda áfram uppi öflugri fréttaþjónustu. Hún hafi verið það hjá Ríkisútvarpinu og verði það áfram. Aðspurð hvernig hún telji að bregðast eigi við óánægju fréttamanna segir Þorgerður Katrín að það sé gömul saga og ný að það sé alltaf erfitt fyrir utanaðkomandi að koma inn í Ríkisútvarpið. Það sé allt að því skiljanlega óánægja með málið því margir hafi verið lengi hjá Ríkisútvarpinu og geri kannski eðlilega tilkall til stöðunnar. Það sé búið fara vel yfir málið og hún treysti því að því lögformlega ferli sem hafi verið við lýði hafi verið framfylgt og þetta sé niðurstaðan. Þorgerður segir þó ljóst af þessu máli og öðrum að það þurfi að breyta lögum um Ríkisútvarpið eins og sé í bígerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×