Erlent

27 börn dóu vegna eitrunar

27 filippeysk börn dóu í vikunni eftir að hafa borðað eitraðan skyndibita. 103 voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa fengið eitrun. Flest barnanna voru jarðsett í gær. Harmleikurinn átti sér stað í bænum Mabini á Bohol-eyju og voru flest fórnarlambanna á aldrinum 7-14 ára. Þau höfðu lagt sér til munns djúpsteiktar kassavaplöntur sem eru vinsæll skyndibiti á þessum slóðum en séu þær ekki matreiddar á réttan hátt myndast í þeim blásýra. Að sögn netútgáfu The Independent komu eitrunareinkennin fram á nokkrum mínútum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×