Innlent

BÍ styður kröfu Félags fréttamanna

Blaðamannafélag Íslands tekur undir þá sjálfsögðu kröfu Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu að fagleg sjónarmið verði látin ráða þegar komi að ráðningu fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Blaðamannafélaginu sem Róbert Marshall formaður ritar undir. Þar segir að það hljóti að vera eðlileg krafa að það séu ekki fulltrúar stjórnmálaflokka sem ráði því hver verði yfirmaður fréttastofu Útvarps sem sé ætlað það hlutverk að vera hlutlaus og vandaður fréttamiðill, miðill sem eigi að veita stjórnvöldum aðhald eins og aðrir fréttafjölmiðlar og eigi að njóta trausts allra landsmanna. Þjóðin verði að geta treyst því að fagleg sjónarmið ráði för í fréttaflutningi og grunnforsenda þess sé að fagleg sjónarmið ráði för í mannaráðningum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×