Erlent

Sjálfsmorðsprengja í mosku

Að minnsta kosti 36 manns létust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Mosul í Norður-Írak í gær. Auk þess biðu fimm manns bana í árásum í Bagdad og Kirkuk. Sjálfsmorðsprengjuárásin mannskæða var gerð forgarði mosku í Mosul en þar fór fram jarðarför. Sjónarvottar sögðu sprenginguna hafa verið mjög öfluga enda voru blóðslettur og líkamsleifar úti um allt. Útsendarar al-Kaída skutu fjóra menn í Bagdad í gær, þar af tvo lögreglumenn. Þá drápu uppreisnarmenn mann í borginni Kirkuk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×