Innlent

Jaxlinn strandaði í Skutulsfirði

Flutningaskipið Jaxlinn strandaði í Skutulsfirði klukkan kortér fyrir ellefu í morgun í innsiglingunni við flugbrautina á Ísafirði. Mjög grunnt er á þessu svæði en ekki er kunnugt um ástæður strandsins. Sjö manns eru um borð. Verið er að reyna að toga Jaxlinn á flot en það gengur hægt að sögn Guðmundar Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði. Hann segir að það fjari skarpt undan skipinu núna og því verði reynt aftur á næsta flóði ef ekki gangi að koma því á flot núna. Engar skemmdir urðu á skipinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×