Erlent

Takmörkuð vitneskja um vopnaþróun

Upplýsingar Bandaríkjamanna um vopnaþróun Írana eru mjög takmarkaðar og ekki hægt að draga af þeim neinar haldbærar ályktanir. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá því að þetta komi fram í skýrslu nefndar sem verður kynnt Bush Bandaríkjaforseta síðar í þessum mánuði. Til stóð að leyniþjónusta Bandaríkjanna myndi gefa út mat á stöðunni í Íran innan skamms en hætt er við að skýrsla nefndarinnar muni rýra það mat til muna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×