Innlent

Semja um uppbyggingu í miðbæ

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að ganga til samninga við Klasa hf. um þróun og uppbyggingu á nýjum miðbæ í Garðabæ. Þetta ákváð bæjarstjórnin í kjölfar samkeppni um eflingu miðbæjarins. Í tilkynningu frá bænum segir að stefnt sé að því að byggja upp nýtt 500 manna íbúðahverfi með verslunum og veitingastöðum, þjónustu og menningu á svæði í miðbænum sem er einungis um 500 metrar að lengd. Fyrir liggja nokkrar ólíkar hugmyndir um hvernig hægt er að standa að skipulaginu en á næstu vikum og mánuðum verður haft samráð og samvinna við íbúa og hagsmunaaðila í Garðabæ um þróun skipulagsins. Í framhaldi af því tekur við formleg deiliskipulagsvinna og samningaviðræður á milli Garðabæjar og Klasa um uppbyggingu og rekstur svæðisins. Fjárfestingin er metin hátt í 10 milljarðar króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×