Erlent

Sprengdi ruslabíl nærri hóteli

Að minnsta kosti tveir létust og meira en tuttugu særðust í sprengjuárás nærri hóteli í miðborg Bagdad í nótt. Á hótelinu gista margir vestrænir samningamenn og er talið að árásin hafi beinst að þeim. Þá kom einnig upp eldur í landbúnaðarráðuneyti Íraka sem er í nágrenninu. Árásarmaðurinn notaði ruslabíl til verksins og reis gríðarlegur reykjarmökkur upp frá staðnum þar sem bíllinn sprakk. Auk þess heyrðust skothvellir bæði í aðdraganda sprengingarinnar og eftir hana. Nú í morgunsárið voru slökkviliðsmenn á staðnum að reyna að ráðaniðurlögum eldsins, auk þess sem þyrlur sveimuðu yfir svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×