Innlent

Talningu í rektorskjöri ekki lokið

Alls greiddu 29 prósent þeirra sem voru á kjörskrá um rektorsefnin fjögur, 71 prósent starfsmanna og 23 prósent nemenda, samkvæmt vef Morgunblaðsins. Ekki var ljóst milli hvaða tveggja frambjóðanda yrði að lokum kosið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Óánægju gætti með framkvæmd kosninganna. Kvartað var undan að heiðursprófessorar við háskólann fengju ekki að kjósa þrátt fyrir að vera í hlutastörfum við rannsóknir sem og prófessor í fæðingarorlofi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×