Stofna félag um haglabyssur 9. mars 2005 00:01 "Það sem er sérstakt við Drífurnar í mínum huga er að þetta skuli vera íslenskt og smíðað af gömlum manni. Handbragðið, frágangurinn og smíðin öll, þetta er engu líkt," segir Páll Reynisson sem ásamt spúsu sinni Fríðu Magnúsdóttur á Veiðisafnið á Stokkseyri og tvær Drífur að auki. Páll er hvatamaður að stofnun Drífuvinafélagsins í samvinnu við afkomendur Jóns byssusmiðs. Félaginu er ætlað að halda merki og minningu Jóns á lofti, halda nákvæma skrá yfir byssurnar 120 sem hann smíðaði og sýna hluta gripa hans og verkfæra í Veiðisafninu. Jón fæddist 1907 og varði starfsævinni á Dalvík í húsgagna- og húsasmíði. Þegar hann náði sjötugsaldrinum og um hægðist í hefðbundinni vinnu tók hann til við byssusmíðina. Árið 1990 smíðaði Jón sína síðustu byssu en hann lést ári síðar. Fátt var um hefðbundna aðdrætti hjá Jóni og notaðist hann meðal annars við afganga af skrúfuöxlum úr bátavélum, tinda úr heyvinnuvélum og flatjárn úr sparksleðum. Þá útbjó hann sjálfur mörg verkfæra sinna. Líkt og áður sagði smíðaði Jón alls 120 byssur um ævina og eru þær númeraðar frá 101 upp í 220. Bragi sonur hans á fyrstu byssuna og Birkir sonarsonur hans þá síðustu en Páll Reynisson á tvær, númer 144 og 145. "Ég hef skotið fugl með Drífu-byssu en það verður ekki gert aftur. Önnur byssan mín er reyndar ónotuð, það hefur aldrei farið í hana skot fyrir utan það sem Jón notaði til prufu en hann prófaði allar sínar byssur," segir Páll og bætir við að flestir Drífueigendur hafi áttað sig á að hér sé um annað og meira en venjulegar brúkbyssur að ræða enda séu þær safngripir. "Þetta eru listagripir og ég er sannfærður um að enginn Íslendingur mun smíða jafn margar byssur og Jón. Líkurnar á því eru núll," segir Páll Reynisson og hvetur alla Drífueigendur og aðra áhugamenn um byssurnar að skrá sig í félagið. Upplýsingar um það eru á vef Veiðisafnsins. Þar kemur fram að Jón var ekki aðeins völundur til byssusmíði því um ævina smíðaði hann líka fiðlu sem hann lék sjálfur á. Og um miðja síðustu öld bjó hann til þvottavél sem var fágætur munaður á íslenskum heimilum á þeim tíma. En þó að haglabyssuframleiðslan hafi ekki byrjað fyrr en Jón varð sjötugur hafði hann áður smíðað byssu. Hann bjó sér til skammbyssu sem rúmaði eitt skot og var, að talið er, 22 kalibera. Var hann aðeins tólf ára þegar þetta var. Páll Reynisson með Drífu númer 145.MYND/Vilhelm Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
"Það sem er sérstakt við Drífurnar í mínum huga er að þetta skuli vera íslenskt og smíðað af gömlum manni. Handbragðið, frágangurinn og smíðin öll, þetta er engu líkt," segir Páll Reynisson sem ásamt spúsu sinni Fríðu Magnúsdóttur á Veiðisafnið á Stokkseyri og tvær Drífur að auki. Páll er hvatamaður að stofnun Drífuvinafélagsins í samvinnu við afkomendur Jóns byssusmiðs. Félaginu er ætlað að halda merki og minningu Jóns á lofti, halda nákvæma skrá yfir byssurnar 120 sem hann smíðaði og sýna hluta gripa hans og verkfæra í Veiðisafninu. Jón fæddist 1907 og varði starfsævinni á Dalvík í húsgagna- og húsasmíði. Þegar hann náði sjötugsaldrinum og um hægðist í hefðbundinni vinnu tók hann til við byssusmíðina. Árið 1990 smíðaði Jón sína síðustu byssu en hann lést ári síðar. Fátt var um hefðbundna aðdrætti hjá Jóni og notaðist hann meðal annars við afganga af skrúfuöxlum úr bátavélum, tinda úr heyvinnuvélum og flatjárn úr sparksleðum. Þá útbjó hann sjálfur mörg verkfæra sinna. Líkt og áður sagði smíðaði Jón alls 120 byssur um ævina og eru þær númeraðar frá 101 upp í 220. Bragi sonur hans á fyrstu byssuna og Birkir sonarsonur hans þá síðustu en Páll Reynisson á tvær, númer 144 og 145. "Ég hef skotið fugl með Drífu-byssu en það verður ekki gert aftur. Önnur byssan mín er reyndar ónotuð, það hefur aldrei farið í hana skot fyrir utan það sem Jón notaði til prufu en hann prófaði allar sínar byssur," segir Páll og bætir við að flestir Drífueigendur hafi áttað sig á að hér sé um annað og meira en venjulegar brúkbyssur að ræða enda séu þær safngripir. "Þetta eru listagripir og ég er sannfærður um að enginn Íslendingur mun smíða jafn margar byssur og Jón. Líkurnar á því eru núll," segir Páll Reynisson og hvetur alla Drífueigendur og aðra áhugamenn um byssurnar að skrá sig í félagið. Upplýsingar um það eru á vef Veiðisafnsins. Þar kemur fram að Jón var ekki aðeins völundur til byssusmíði því um ævina smíðaði hann líka fiðlu sem hann lék sjálfur á. Og um miðja síðustu öld bjó hann til þvottavél sem var fágætur munaður á íslenskum heimilum á þeim tíma. En þó að haglabyssuframleiðslan hafi ekki byrjað fyrr en Jón varð sjötugur hafði hann áður smíðað byssu. Hann bjó sér til skammbyssu sem rúmaði eitt skot og var, að talið er, 22 kalibera. Var hann aðeins tólf ára þegar þetta var. Páll Reynisson með Drífu númer 145.MYND/Vilhelm
Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira