Segir stjórnarsetu ekki óeðlilega 10. mars 2005 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu. Forstjóri Símans, Brynjólfur Bjarnason, er stjórnarformaður Almenna lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar sem mjög er orðuð við fyrirhuguð kaup á Símanum. Enginn ráðherra hefur gert athugasemdir við það. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni, sem þá var forstjóri Símans, hins vegar gert að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaáforma Símans að undirlagi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Reyndar tilgreindi Sturla það sem eina ástæðu þess að Þórarinn hefði verið látinn hætta sem forstjóri Símans að hann hefði eingöngu kallað inn fyrir sig varamenn í stjórnirnar. Í fljótu bragði er erfitt að sjá muninn á aðstöðunni sem Brynjólfur er í nú og þeirri aðstöðu sem Þórarinn var í á sínum tíma. Upp á það vill Geir H. Haarde fjármálaráðherra þó ekki kvitta. Geir baðst undan viðtali en sagði í símtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við stjórnarsetu Brynjólfs í Bakkavör og Almenna Lífeyrissjóðnum. Hann benti á að fyrirhuguð einkavæðing Símans í þetta skipti væri í fastari skorðum og forstjóri Símans ekki jafn tengdur söluferlinu og í forstjóratíð Þórarins Viðars. Söluferlið væri ekki komið það langt að það reyni á það hvort hætta sé á hagsmunaárekstrum. Hann sagði enn fremur að hvorki fréttastofa Stöðvar 2 né hann sjálfur hefði nokkra hugmynd um það hver kæmi til með að kaupa Símann eða bjóða í fyrirtækið, Bakkavör eða aðrir. Hvort brotið hafi verið á Þórarni Viðari vildi ráðherra ekkert tjá sig um. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður kallar þó eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda við sambærilegar aðstæður. Hann segir það geðþóttaákvörðun hverju sinni hvort menn eigi að hafa hreint borð í þessum efnum eða ekki. Hann hafi haldið að ríkisstjórnin hefði lært það af fyrri óförum sínum í málefnum Símans að reyna nú að standa þannig að málum að það væri sæmilega hafið yfir vafa og ekki sköpuð tortryggni eins og svona lagað bjóði upp á. Og það telur Steingrímur að stjórnarseta Brynjólfs, forstjóra Símans, í félögum sem orðuð eru við fyrirhuguð kaup, geri. Hann telji að það sé alveg ljóst að það sé óheppilegt að það liggi einhverjir þræðir á milli fyrirtækisins sem bíði þess að verða selt og aðila í þjóðfélaginu sem kunni að hafa áhuga á að kaupa það. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu. Forstjóri Símans, Brynjólfur Bjarnason, er stjórnarformaður Almenna lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar sem mjög er orðuð við fyrirhuguð kaup á Símanum. Enginn ráðherra hefur gert athugasemdir við það. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni, sem þá var forstjóri Símans, hins vegar gert að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaáforma Símans að undirlagi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Reyndar tilgreindi Sturla það sem eina ástæðu þess að Þórarinn hefði verið látinn hætta sem forstjóri Símans að hann hefði eingöngu kallað inn fyrir sig varamenn í stjórnirnar. Í fljótu bragði er erfitt að sjá muninn á aðstöðunni sem Brynjólfur er í nú og þeirri aðstöðu sem Þórarinn var í á sínum tíma. Upp á það vill Geir H. Haarde fjármálaráðherra þó ekki kvitta. Geir baðst undan viðtali en sagði í símtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við stjórnarsetu Brynjólfs í Bakkavör og Almenna Lífeyrissjóðnum. Hann benti á að fyrirhuguð einkavæðing Símans í þetta skipti væri í fastari skorðum og forstjóri Símans ekki jafn tengdur söluferlinu og í forstjóratíð Þórarins Viðars. Söluferlið væri ekki komið það langt að það reyni á það hvort hætta sé á hagsmunaárekstrum. Hann sagði enn fremur að hvorki fréttastofa Stöðvar 2 né hann sjálfur hefði nokkra hugmynd um það hver kæmi til með að kaupa Símann eða bjóða í fyrirtækið, Bakkavör eða aðrir. Hvort brotið hafi verið á Þórarni Viðari vildi ráðherra ekkert tjá sig um. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður kallar þó eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda við sambærilegar aðstæður. Hann segir það geðþóttaákvörðun hverju sinni hvort menn eigi að hafa hreint borð í þessum efnum eða ekki. Hann hafi haldið að ríkisstjórnin hefði lært það af fyrri óförum sínum í málefnum Símans að reyna nú að standa þannig að málum að það væri sæmilega hafið yfir vafa og ekki sköpuð tortryggni eins og svona lagað bjóði upp á. Og það telur Steingrímur að stjórnarseta Brynjólfs, forstjóra Símans, í félögum sem orðuð eru við fyrirhuguð kaup, geri. Hann telji að það sé alveg ljóst að það sé óheppilegt að það liggi einhverjir þræðir á milli fyrirtækisins sem bíði þess að verða selt og aðila í þjóðfélaginu sem kunni að hafa áhuga á að kaupa það.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira