Býr í tjaldi í hraungjótu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. ágúst 2023 21:01 Tjaldið sem Omar býr í er ekki stórt. Vísir/Arnar Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. Omar er tvítugur og er frá Conakry höfuðborg Gínea. Hann kom til Íslands fyrir þremur árum og átta mánuðum og hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Hann var fluttur í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni, sem er síðasta stopp fólks á leið úr landi, en fór þaðan fyrir níu dögum og býr í tjaldi í gjótu við Hafnarfjörð og Garðabæ. Hann segir það skárra en að fara aftur heim en hann flúði land sitt vegna ofsókna en hann vill ekki vera múslimi, eins og langflestir í landinu, heldur iðka kristna trú. „Mér líður ekki vel í tjaldinu. Það er mjög kalt og það rennur of mikið vatn inn. Ég á erfitt með að sofa,“ segir hann og að hann vilji frekar gista í tjaldi á Íslandi en að fara heim þar sem hann óttast að vera drepinn. Omar er einn þeirra 30 sem hafa yfirgefið þjónustu ríkislögreglustjóra sjálfviljug eftir að hafa verið tilkynnt um lok þjónustu í samræmi við breytingar á útlendingalögum síðasta vor. Í kjölfar breytinga á útlendingalögum sem Alþingi samþykkti í vor fól dómsmálaráðuneytið ríkislögreglustjóra að annast þjónustu við þau sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, en þó aðeins að hámarki í 30 daga. Að því loknu missir fólk allan rétt á þjónustu eða aðstoð. Eftir að fólki er tilkynnt um yfirvofandi þjónustumissi er því vísað í nýtt úrræði á vegum Ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Frá 1. júlí hefur 53 verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu og hafa tíu farið af landi brott eða eru að undirbúa brottför. 30 hafa fullnýtt 30 dagana eða farið sjálfviljug úr þjónustu. Úrræðið er hugsað sem síðasta stopp áður en fólk fer úr landi. Sá vandi hefur þó skapast eftir breytingu laganna að ekki allir vilja eða geta farið og eru því algerlega réttindalaus á Íslandi, og jafnvel heimilislaus. Fimm var vísað úr úrræðinu í dag. Af þeim voru þrjár konur frá Nígeríu og tveir karlmenn, annar frá Írak og ekki vitað hvaðan hinn er. Búast má við því að fleiri lendi í sömu stöðu og Omar næstu daga en enn eru um 20 einstaklingar búsettir í úrræði Ríkislögreglustjóra sem eiga eftir að klára sína 30 daga og hafa ekki allir sýnt samstarfsvilja við að fara. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hafnarfjörður Garðabær Tengdar fréttir „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. 9. ágúst 2023 13:00 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Omar er tvítugur og er frá Conakry höfuðborg Gínea. Hann kom til Íslands fyrir þremur árum og átta mánuðum og hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Hann var fluttur í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni, sem er síðasta stopp fólks á leið úr landi, en fór þaðan fyrir níu dögum og býr í tjaldi í gjótu við Hafnarfjörð og Garðabæ. Hann segir það skárra en að fara aftur heim en hann flúði land sitt vegna ofsókna en hann vill ekki vera múslimi, eins og langflestir í landinu, heldur iðka kristna trú. „Mér líður ekki vel í tjaldinu. Það er mjög kalt og það rennur of mikið vatn inn. Ég á erfitt með að sofa,“ segir hann og að hann vilji frekar gista í tjaldi á Íslandi en að fara heim þar sem hann óttast að vera drepinn. Omar er einn þeirra 30 sem hafa yfirgefið þjónustu ríkislögreglustjóra sjálfviljug eftir að hafa verið tilkynnt um lok þjónustu í samræmi við breytingar á útlendingalögum síðasta vor. Í kjölfar breytinga á útlendingalögum sem Alþingi samþykkti í vor fól dómsmálaráðuneytið ríkislögreglustjóra að annast þjónustu við þau sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, en þó aðeins að hámarki í 30 daga. Að því loknu missir fólk allan rétt á þjónustu eða aðstoð. Eftir að fólki er tilkynnt um yfirvofandi þjónustumissi er því vísað í nýtt úrræði á vegum Ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Frá 1. júlí hefur 53 verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu og hafa tíu farið af landi brott eða eru að undirbúa brottför. 30 hafa fullnýtt 30 dagana eða farið sjálfviljug úr þjónustu. Úrræðið er hugsað sem síðasta stopp áður en fólk fer úr landi. Sá vandi hefur þó skapast eftir breytingu laganna að ekki allir vilja eða geta farið og eru því algerlega réttindalaus á Íslandi, og jafnvel heimilislaus. Fimm var vísað úr úrræðinu í dag. Af þeim voru þrjár konur frá Nígeríu og tveir karlmenn, annar frá Írak og ekki vitað hvaðan hinn er. Búast má við því að fleiri lendi í sömu stöðu og Omar næstu daga en enn eru um 20 einstaklingar búsettir í úrræði Ríkislögreglustjóra sem eiga eftir að klára sína 30 daga og hafa ekki allir sýnt samstarfsvilja við að fara.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hafnarfjörður Garðabær Tengdar fréttir „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. 9. ágúst 2023 13:00 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13
„Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34
Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. 9. ágúst 2023 13:00
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02
„Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34
Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01