„Lögin eru að virka sem skyldi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2023 17:13 Dómsmálaráðherra ræddi við fréttastofu við Alþingishúsið nú síðdegis. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. Í dag hefur verið fjallað um mál flóttafólks sem var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Þeirra á meðal er Blessing Newton, sem hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Hún og fleira fólk í sömu stöðu sér nú fram á að enda á götunni. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir útlendingalögin, sem samþykkt voru í mars á þessu ári, virka sem skyldi. Samkvæmt ákvæði laganna fellur öll þjónusta fólks niður, 30 dögum eftir að því hefur borist endanleg synjun um alþjóðlega vernd. „Á þessum 30 dögum ber fólki að yfirgefa landið, því það hefur ekki leyfi til að búa hér á landinu. Við væntum þess að lang, langflestir muni vilja fara í sjálfviljugri brottför,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Fæstir fara Fréttastofa hefur fengið þau svör frá Embætti ríkislögreglustjóra að dæmi séu um að fólk fari ekki úr landi, heldur hafi „látið sig hverfa úr þjónustu“ eins og það er orðað í skriflegu svari embættisins. Af þeim 53 sem hefur verið tilkynnt um lok á þjónustu frá 1. júlí hafa tíu farið með lögreglu úr landi eða eru að undirbúa brottför. Þá hafa 30 fullnýtt dagana í úrræðinu eða yfirgefið úrræðið innan 30 daga rammans. Guðrún segir fólk sem fer ekki sjálfviljugt úr landi vera á eigin ábyrgð hér á landi. „Það er erfitt að eiga við það þegar fólk sýnir ekki samstarfsvilja, og þegar fólk gerir það ekki þá á það ekki rétt á þjónustu hér á landi.“ Eins eru dæmi um að fólk komi hingað til lands án gildra ferðaskilríkja, sem geri stjórnvöldum erfitt fyrir að senda það til heimalanda sinna. Guðrún segir sömuleiðis að það sé á ábyrgð fólks að afla þeirra. „Það eru einnig dæmi um það að það séu ekki framsalssamningar á milli landa. Ég geri mér grein fyrir því að það geti skapað vandamál, en það er í algjörum undantekningartilfellum og við munum skoða það í ráðuneytinu hvernig við leysum það.“ Samstarfsvilji forði fólki frá götunni Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið sem síðar varð að núgildandi útlendingalögum voru viðraðar áhyggjur af því að heimilislausum mynd fjölga og mansal aukast, ef breytingin sem hér er til umfjöllunar yrði að veruleika. Aðspurð hvort hún telji hættu á því segir Guðrún alveg skýrt að ef fólk sýni samstarfsvilja og yfirgefi landið sjálfviljugt innan tilsetts frests, þá muni það ekki enda á götunni. „Það er hér búsetuúrræði sem er á hendi Ríkislögreglustjóra, þannig að fólk fær fæði og húsaskjól, en þarf að sýna samstarfsvilja,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort gera þyrfti breytingar á útfærslu laganna sagði Guðrún það verða að koma í ljós. „Lögin eru að virka sem skyldi og vitaskuld geta við ný lög komið fram einhverjir agnúar. Við munum bara sjá hvernig því flýtur fram í fyllingu tímans.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Í dag hefur verið fjallað um mál flóttafólks sem var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Þeirra á meðal er Blessing Newton, sem hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Hún og fleira fólk í sömu stöðu sér nú fram á að enda á götunni. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir útlendingalögin, sem samþykkt voru í mars á þessu ári, virka sem skyldi. Samkvæmt ákvæði laganna fellur öll þjónusta fólks niður, 30 dögum eftir að því hefur borist endanleg synjun um alþjóðlega vernd. „Á þessum 30 dögum ber fólki að yfirgefa landið, því það hefur ekki leyfi til að búa hér á landinu. Við væntum þess að lang, langflestir muni vilja fara í sjálfviljugri brottför,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Fæstir fara Fréttastofa hefur fengið þau svör frá Embætti ríkislögreglustjóra að dæmi séu um að fólk fari ekki úr landi, heldur hafi „látið sig hverfa úr þjónustu“ eins og það er orðað í skriflegu svari embættisins. Af þeim 53 sem hefur verið tilkynnt um lok á þjónustu frá 1. júlí hafa tíu farið með lögreglu úr landi eða eru að undirbúa brottför. Þá hafa 30 fullnýtt dagana í úrræðinu eða yfirgefið úrræðið innan 30 daga rammans. Guðrún segir fólk sem fer ekki sjálfviljugt úr landi vera á eigin ábyrgð hér á landi. „Það er erfitt að eiga við það þegar fólk sýnir ekki samstarfsvilja, og þegar fólk gerir það ekki þá á það ekki rétt á þjónustu hér á landi.“ Eins eru dæmi um að fólk komi hingað til lands án gildra ferðaskilríkja, sem geri stjórnvöldum erfitt fyrir að senda það til heimalanda sinna. Guðrún segir sömuleiðis að það sé á ábyrgð fólks að afla þeirra. „Það eru einnig dæmi um það að það séu ekki framsalssamningar á milli landa. Ég geri mér grein fyrir því að það geti skapað vandamál, en það er í algjörum undantekningartilfellum og við munum skoða það í ráðuneytinu hvernig við leysum það.“ Samstarfsvilji forði fólki frá götunni Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið sem síðar varð að núgildandi útlendingalögum voru viðraðar áhyggjur af því að heimilislausum mynd fjölga og mansal aukast, ef breytingin sem hér er til umfjöllunar yrði að veruleika. Aðspurð hvort hún telji hættu á því segir Guðrún alveg skýrt að ef fólk sýni samstarfsvilja og yfirgefi landið sjálfviljugt innan tilsetts frests, þá muni það ekki enda á götunni. „Það er hér búsetuúrræði sem er á hendi Ríkislögreglustjóra, þannig að fólk fær fæði og húsaskjól, en þarf að sýna samstarfsvilja,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort gera þyrfti breytingar á útfærslu laganna sagði Guðrún það verða að koma í ljós. „Lögin eru að virka sem skyldi og vitaskuld geta við ný lög komið fram einhverjir agnúar. Við munum bara sjá hvernig því flýtur fram í fyllingu tímans.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01
„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09
Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53