Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 07:30 Travis Scott spilaði á hátíðinni í gærkvöldi. AP/AMY HARRIS Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. Samkvæmt upplýingum frá slökkviliðsstjóra Houston varð fjöldi fólks undir á tónleikum sem hófust rétt eftir klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Voru þá fimmtíu þúsund staddir á tónleikunum og virðist vera sem hópurinn hafi í sameiningu farið að færa sig nær sviðinu, sem gerði það að verkum að ofsahræðsla greip um sig og einhverjir urðu undir. „Mannmergðin fór að þrýsta sér í átt að sviðinu og ofsahræðsla greip um sig,“ segir Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston, í samtali við ABC News í Houston. Uppselt er á hátíðina og var mannmergðin rosaleg í gær.Getty/Omar Vega Svo virðist sem tónlistaaðdáendur hafi hópast saman og brotist inn á tónleikasvæðið fyrr um daginn og hafi meðal annars tekið stjórn á öryggishliði inn á tónleikana. Mikil ringulreið hafi þá gripið um sig meðal öryggisvarða tónlistarhátíðarinnar og ástandið verið slæmt allt kvöldið. Mycah Matfield, blaðamaður ABC,varð vitni að þessu og vakti athygli á á Twitter. As we were arriving to the Astroworld Festival at NRG Park right at 2:00, a stampede burst through the gates. Hundreds of people destroyed the VIP security entrance, bypassing the checkpoint. People were trampled. Some were detained. (Excuse any language you may hear) pic.twitter.com/d0m2rjqAAk— Mycah Hatfield (@MycahABC13) November 5, 2021 Það var svo ekki fyrr en mörgum klukkustundum síðar sem fólkið varð undir á tónleikunum. Ekki er greint frá því í frétt ABC á hvaða tónleikum slysið varð en meðal þeirra sem spila á hátíðinni í ár eru tónlistarmenn á borð við stórstjörnurnar Travis Scott, stofnandi hátíðarinnar, SZA, Bad Bunny, Tame Impala, 21 Savage, Young Thug og YSL og Earth Wind& Fire. Bandaríkin Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
Samkvæmt upplýingum frá slökkviliðsstjóra Houston varð fjöldi fólks undir á tónleikum sem hófust rétt eftir klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Voru þá fimmtíu þúsund staddir á tónleikunum og virðist vera sem hópurinn hafi í sameiningu farið að færa sig nær sviðinu, sem gerði það að verkum að ofsahræðsla greip um sig og einhverjir urðu undir. „Mannmergðin fór að þrýsta sér í átt að sviðinu og ofsahræðsla greip um sig,“ segir Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston, í samtali við ABC News í Houston. Uppselt er á hátíðina og var mannmergðin rosaleg í gær.Getty/Omar Vega Svo virðist sem tónlistaaðdáendur hafi hópast saman og brotist inn á tónleikasvæðið fyrr um daginn og hafi meðal annars tekið stjórn á öryggishliði inn á tónleikana. Mikil ringulreið hafi þá gripið um sig meðal öryggisvarða tónlistarhátíðarinnar og ástandið verið slæmt allt kvöldið. Mycah Matfield, blaðamaður ABC,varð vitni að þessu og vakti athygli á á Twitter. As we were arriving to the Astroworld Festival at NRG Park right at 2:00, a stampede burst through the gates. Hundreds of people destroyed the VIP security entrance, bypassing the checkpoint. People were trampled. Some were detained. (Excuse any language you may hear) pic.twitter.com/d0m2rjqAAk— Mycah Hatfield (@MycahABC13) November 5, 2021 Það var svo ekki fyrr en mörgum klukkustundum síðar sem fólkið varð undir á tónleikunum. Ekki er greint frá því í frétt ABC á hvaða tónleikum slysið varð en meðal þeirra sem spila á hátíðinni í ár eru tónlistarmenn á borð við stórstjörnurnar Travis Scott, stofnandi hátíðarinnar, SZA, Bad Bunny, Tame Impala, 21 Savage, Young Thug og YSL og Earth Wind& Fire.
Bandaríkin Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira