Innlent

Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir próf­kjör

Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti Viðreisnar, sækist ekki eftir endurkjöri. 
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti Viðreisnar, sækist ekki eftir endurkjöri.  Vísir/Vilhelm

Félögum í Viðreisn fjölgaði um helming frá því fyrir prófkjör og þar til skráningu lauk í gær fyrir prófkjör flokksins í Reykjavík. Alls eru félagar núna 2.943 en voru um 1.900 áður en prófkjörsbaráttan hófst.

Prófkjörið fer fram næsta laugardag 31. janúar og verður um að ræða rafræna kosningu. Hún hefst klukkan 00:01 og lýkur klukkan 18:00. Niðurstaðan verður kynnt á Petersen-svítunni klukkan 19 sama dag. 

Fjögur eru í framboði: Aðalsteinn Leifsson, Björg Magnúsdóttir, Róbert Ragnarsson og Signý Sigurðardóttir. Þau mætast öll í pallborði á Vísi klukkan 14 í dag. 

Þau mættust einnig í pallborðsumræðum í Austurbæjarbíó í gær. Fjallað var um það á Vísi í gær.

Flokkurinn situr nú utan meirihluta í borginni. Hann mælist samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var í síðasta mánuði með tólf prósenta fylgi. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tilkynnti á síðasta ári að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Viðreisn var í meirihluta þar til Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfi í febrúar í fyrra.

Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að prófkjörið hæfist á miðnætti en það hefst á miðnætti á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×