Fótbolti

Hlín á láni til Fiorentina

Aron Guðmundsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir mun spila fyrir lið Fiorentina út yfirstandandi tímabil
Hlín Eiríksdóttir mun spila fyrir lið Fiorentina út yfirstandandi tímabil Mynd:Fiorentina

Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Hlín Eiríksdóttir, hefur verið lánuð í ítölsku úrvalsdeildina frá enska liðinu Leicester City út yfirstandandi tímabil þar sem hún mun spila fyrir lið Fiorentina.

Leicester City greinir frá þessu í tilkynningu á vefsíðu sinni en Hlín hefur komið við sögu í tuttugu leikjum með liðinu eftir að hún gekk í raðir þess frá Kristianstads í janúar fyrir ári síðan. 

Hlín er 25 ára gömul, kantmaður sem getur leyst flestar stöðu fram á við og hefur spilað 52 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað sjö mörk í þeim leikjum. 

Á yfirstandandi tímabili hefur hún komið við sögu í tólf leikjum með Leicester City í deild og bikar og verið í byrjunarliðinu fimm sinnum. 

Hún mun nú hitta fyrir nýju liðsfélaga sína í Flórens en Fiorentina á næst leik gegn AC Milan í ítalska bikarnum á fimmtudaginn kemur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×