Innlent

Gripnir á 165 á átta­tíu götu og á 157 á sex­tíu götu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ofsaaksturinn varð í Kópavogi eða Breiðholti.
Ofsaaksturinn varð í Kópavogi eða Breiðholti. Vísir/Vilhelm

Mikið var um mál tengd umferðinni í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti.

Þar var einn fluttur á slysadeild og tveir bílar dregnar af vettvangi eftir umferðarslys.

Þá var einn maður gripinn við að aka á 165 kílómetra hraða á áttatíu götu, annar gripinn á 157 kílómetra hraða á sextíu götu, og sá þriðji á 124 kílómetra hraða á áttatíu götu.

Þeir tveir fyrrnefndu voru sviptir ökuréttindum á staðnum.

Í umdæmi lögreglustöðvar fjögur, sem sér um Árbæ, Grafarholt, Grafarvog, Norðlingaholt, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp og Kjalarnes, varð umferðarslys þar sem fólk slasaðist og bílar skemmdust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×