Innlent

Pétur Marteins­son kjörinn odd­viti Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Pétur Marteinsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi kosningum. 
Pétur Marteinsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi kosningum.  Vísir/Vilhelm

Pétur Marteinsson hefur verið kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í maí. Úrslit leiðtogarprófkjörsins voru kunngjörð rétt í þessu. 

Vísir er í beinni frá Iðnó þar sem niðurstöður voru tilkynntar. Vaktina má nálgast hér að neðan. 

Pétur Marteinsson, eigandi Kaffi Vest og fyrrverandi fótboltakempa, tilkynnti framboð sitt í oddvitasætið á nýársdag. Háværir orðrómar voru um að framoðið hefði verið skipulagt af forystumönnum flokksins, sem bæði Pétur og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar frábiðu sér. 

Djarft þótti að bjóða sig fram gegn sitjandi borgarstjóra en niðurstöður prófkjörsins eru til marks up ríkt umboð jafnaðarmanna í borginni í garð Péturs. Hann hlaut 3063 atkvæði í prófkjörinu en Heiða 1668. Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×