Heitt í hamsi vegna Grænlands Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2026 15:00 Karl Gauti Hjaltason, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Bryndís Haraldsdóttir voru meðal þeirra sem gerðu Grænland og stöðu alþjóðamála að umræðuefni á Alþingi í dag. Vísir/Samsett Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins. Meðal þeirra sem tóku til máls og gerðu Grænland og stöðu alþjóðamála að umræðuefni voru Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Víðir Reynisson, þingmenn Samfylkingarinnar, Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, og Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vill flagga fána Grænlands í umræðunni „Við þurfum hér í þingsal að reisa við fána Grænlands og reisa hann hátt við hún í íslenskri umræðu. Við þurfum að sýna Grænlendingum óskorað traust og stuðning á viðsjárverðum tímum. Þetta land er í 290 kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Þetta er okkar helsti nágrenni. Við þurfum að taka af allan vafa um að við stöndum með Grænlendingum á komandi tímum. Orðið fullveldi og frjáls þjóð er í húfi,“ sagði Sigmundur Ernir meðal annars en honum var töluvert niðri fyrir vegna endurtekinna ummæla Donalds Trump Bandaríkjaforseta í garð Grænlands. Sigmundur Ernir hefur lítinn húmor fyrir orðræðu Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi.Vísir/Anton Brink „Við þurfum að hafa í huga að ef við ætlum í málflutningi okkar að strjúka hárum Bandaríkjaforseta réttsælis, þá erum við að gjaldfella orðið fullveldi. Við erum að gjaldfella orðið frjáls þjóð. Við erum að gjaldfella orðið mannréttindi. Við erum að gjaldfella flest, ef ekki öll, okkar gildi sem lýðræðisþjóð. Við erum að hampa manni sem er tilbúinn að fórna öllum þessum gildum sem við sem þingheimur höfum trúað á,“ sagði Sigmundur ennfremur. „Við getum ekki strokið Bandaríkjaforseta, hárum hans, réttsælis í þeim málflutningi sem hann heldur uppi. Það er bein árás á næsta nágrannaríki okkar, Grænland. Höfum það í huga í okkar málflutningi.“ Kallar eftir hraðari uppbyggingu Samflokksmaður hans, Víðir Reynisson, nýtti hins vegar tækifærið til að hvetja stjórnvöld til þess að skerpa á viðbrögðum sínum vegna þeirrar stöðu sem uppi er í alþjóðamálum. Ekki megi láta hina borgaralegu innviði bíða þótt aðrir hernaðarlegir innviðir séu mikilvægir einnig. Benti hann í því samhengi meðal annars á umfjöllun allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarp dómsmálaráðherra um almannavarnir. Víðir Reynisson þekkir starfsemi almannavarna út og inn frá sínu fyrra starfi áður en hann tók sæti á þingi.Vísir/Vilhelm „Við verðum að tryggja mannafla, tól og tæki til að sinna borgaralega hlutanum, ásamt því að tryggja þeim þá friðhelgi sem [Genfar]sáttmálinn gerir ráð fyrir, meðal annars með því að fella verkefni undir almannavarnir en merki almannavarna nýtur sérstakrar verndar í átökum. Frú forseti. Nú þarf að hraða vinnu við að gera frumvörp sem snúa að öryggislöggjöf, vörnum mikilvægra innviða, neyðarbirgða og fæðuöryggis. Þessi vinna getur ekki beðið og ég er þess fullviss að þingheimur er tilbúinn til að bretta upp ermar ef frumvörp þessa efnis koma til okkar kasta,“ sagði Víðir meðal annars. ESB fýsilegri en áður eða Viðreisn á villigötum? Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagði þá stöðu sem uppi er í alþjóðakerfinu hafa styrkt sig enn frekar í þeirri skoðun að Ísland þurfi að horfa til Evrópusambandsins. Grímur Grímsson segist jafnvel enn sannfærðari en áður um að Ísland eigi að ganga í ESB.Vísir/Vilhelm „Í þessari stöðu skal sá sem hér stendur viðurkenna að honum finnst aukin samvinna við Evrópu og Evrópusambandið jafnvel fýsilegri kostur en áður. Og skal hér ekkert dregið úr því að hann hefur löngum litið til Evrópusambandsins sem vænlegs kosts fyrir Ísland,“ sagði Grímur meðal annars um eigin afstöðu. Hann fagni fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þessu er hins vegar Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, hjartanlega ósammála. Hann vísaði meðal annars til viðtals við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, í Silfrinu á Rúv í gær. „Ólafur taldi til að mynda ráðlegt að fyrir hvern fund í Brussel ættum við að sækja tvo slíka í Washington,“ sagði Karl Gauti meðal annars, en hann virðist túlka orð Ólafs Ragnars sem gagnrýni á utanríkisstefnu sitjandi ríkisstjórnar. Það er ekkert nýtt að Karl Gauti Hjaltason sé ósammála þingmönnum Viðreisnar um Evrópusambandið.Vísir/Vilhelm „Vitaskuld eru ummæli Trumps um Grænland fráleit. En stóru fréttirnar eru þær að Ólafur Ragnar, sem prófessor og fyrrum forseti, hefur áratuga reynslu og víðtæk sambönd, gaf utanríkisstefnu Viðreisnar falleinkunn í gær,“ sagði Karl Gauti. Opin lína til Washington sé áfram mikilvæg Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var síðust þingmanna til að ræða Grænland undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag. „Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að standa með þeim óhikað. Við felum okkur ekkert út af landakortinu. Þetta eru okkar næstu nágrannar og við skulum standa með þeim. En, virðulegur forseti, munið þið síðast þegar við Íslendingar stóðum frammi fyrir hótunum frá okkar bandamönnum? Í hruninu þegar Bretar beittu gegn okkur hryðjuverkalögum? Hvað gerðum við þá? Hættum við að tala við Breta? Nei, það var örugglega aldrei mikilvægara en einmitt þá að hefja samtalið við alla okkar vini og vandamenn,” sagði Bryndís. Bryndís Haraldsdóttir segist hugsa hlýtt til vina sinna á Grænlandi.Vísir/Anton Brink Hún nýtti samlíkinguna til að benda á að nú væri ekki rétti tíminn til að draga úr samskiptum Íslands við Bandaríkin. „Nú held ég að einmitt til stuðnings Grænlendingum þurfi íslenskir þingmenn að sameinast um að styðja Grænland, tala máli Grænlendinga en fyrst og fremst tala fyrir öryggi á norðurslóðum. Það gerum við ekki bara hvert við annað. Það gerum við einna helst í Washington,“ sagði Bryndís. Alþingi Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Meðal þeirra sem tóku til máls og gerðu Grænland og stöðu alþjóðamála að umræðuefni voru Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Víðir Reynisson, þingmenn Samfylkingarinnar, Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, og Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vill flagga fána Grænlands í umræðunni „Við þurfum hér í þingsal að reisa við fána Grænlands og reisa hann hátt við hún í íslenskri umræðu. Við þurfum að sýna Grænlendingum óskorað traust og stuðning á viðsjárverðum tímum. Þetta land er í 290 kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Þetta er okkar helsti nágrenni. Við þurfum að taka af allan vafa um að við stöndum með Grænlendingum á komandi tímum. Orðið fullveldi og frjáls þjóð er í húfi,“ sagði Sigmundur Ernir meðal annars en honum var töluvert niðri fyrir vegna endurtekinna ummæla Donalds Trump Bandaríkjaforseta í garð Grænlands. Sigmundur Ernir hefur lítinn húmor fyrir orðræðu Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi.Vísir/Anton Brink „Við þurfum að hafa í huga að ef við ætlum í málflutningi okkar að strjúka hárum Bandaríkjaforseta réttsælis, þá erum við að gjaldfella orðið fullveldi. Við erum að gjaldfella orðið frjáls þjóð. Við erum að gjaldfella orðið mannréttindi. Við erum að gjaldfella flest, ef ekki öll, okkar gildi sem lýðræðisþjóð. Við erum að hampa manni sem er tilbúinn að fórna öllum þessum gildum sem við sem þingheimur höfum trúað á,“ sagði Sigmundur ennfremur. „Við getum ekki strokið Bandaríkjaforseta, hárum hans, réttsælis í þeim málflutningi sem hann heldur uppi. Það er bein árás á næsta nágrannaríki okkar, Grænland. Höfum það í huga í okkar málflutningi.“ Kallar eftir hraðari uppbyggingu Samflokksmaður hans, Víðir Reynisson, nýtti hins vegar tækifærið til að hvetja stjórnvöld til þess að skerpa á viðbrögðum sínum vegna þeirrar stöðu sem uppi er í alþjóðamálum. Ekki megi láta hina borgaralegu innviði bíða þótt aðrir hernaðarlegir innviðir séu mikilvægir einnig. Benti hann í því samhengi meðal annars á umfjöllun allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarp dómsmálaráðherra um almannavarnir. Víðir Reynisson þekkir starfsemi almannavarna út og inn frá sínu fyrra starfi áður en hann tók sæti á þingi.Vísir/Vilhelm „Við verðum að tryggja mannafla, tól og tæki til að sinna borgaralega hlutanum, ásamt því að tryggja þeim þá friðhelgi sem [Genfar]sáttmálinn gerir ráð fyrir, meðal annars með því að fella verkefni undir almannavarnir en merki almannavarna nýtur sérstakrar verndar í átökum. Frú forseti. Nú þarf að hraða vinnu við að gera frumvörp sem snúa að öryggislöggjöf, vörnum mikilvægra innviða, neyðarbirgða og fæðuöryggis. Þessi vinna getur ekki beðið og ég er þess fullviss að þingheimur er tilbúinn til að bretta upp ermar ef frumvörp þessa efnis koma til okkar kasta,“ sagði Víðir meðal annars. ESB fýsilegri en áður eða Viðreisn á villigötum? Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagði þá stöðu sem uppi er í alþjóðakerfinu hafa styrkt sig enn frekar í þeirri skoðun að Ísland þurfi að horfa til Evrópusambandsins. Grímur Grímsson segist jafnvel enn sannfærðari en áður um að Ísland eigi að ganga í ESB.Vísir/Vilhelm „Í þessari stöðu skal sá sem hér stendur viðurkenna að honum finnst aukin samvinna við Evrópu og Evrópusambandið jafnvel fýsilegri kostur en áður. Og skal hér ekkert dregið úr því að hann hefur löngum litið til Evrópusambandsins sem vænlegs kosts fyrir Ísland,“ sagði Grímur meðal annars um eigin afstöðu. Hann fagni fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þessu er hins vegar Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, hjartanlega ósammála. Hann vísaði meðal annars til viðtals við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, í Silfrinu á Rúv í gær. „Ólafur taldi til að mynda ráðlegt að fyrir hvern fund í Brussel ættum við að sækja tvo slíka í Washington,“ sagði Karl Gauti meðal annars, en hann virðist túlka orð Ólafs Ragnars sem gagnrýni á utanríkisstefnu sitjandi ríkisstjórnar. Það er ekkert nýtt að Karl Gauti Hjaltason sé ósammála þingmönnum Viðreisnar um Evrópusambandið.Vísir/Vilhelm „Vitaskuld eru ummæli Trumps um Grænland fráleit. En stóru fréttirnar eru þær að Ólafur Ragnar, sem prófessor og fyrrum forseti, hefur áratuga reynslu og víðtæk sambönd, gaf utanríkisstefnu Viðreisnar falleinkunn í gær,“ sagði Karl Gauti. Opin lína til Washington sé áfram mikilvæg Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var síðust þingmanna til að ræða Grænland undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag. „Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að standa með þeim óhikað. Við felum okkur ekkert út af landakortinu. Þetta eru okkar næstu nágrannar og við skulum standa með þeim. En, virðulegur forseti, munið þið síðast þegar við Íslendingar stóðum frammi fyrir hótunum frá okkar bandamönnum? Í hruninu þegar Bretar beittu gegn okkur hryðjuverkalögum? Hvað gerðum við þá? Hættum við að tala við Breta? Nei, það var örugglega aldrei mikilvægara en einmitt þá að hefja samtalið við alla okkar vini og vandamenn,” sagði Bryndís. Bryndís Haraldsdóttir segist hugsa hlýtt til vina sinna á Grænlandi.Vísir/Anton Brink Hún nýtti samlíkinguna til að benda á að nú væri ekki rétti tíminn til að draga úr samskiptum Íslands við Bandaríkin. „Nú held ég að einmitt til stuðnings Grænlendingum þurfi íslenskir þingmenn að sameinast um að styðja Grænland, tala máli Grænlendinga en fyrst og fremst tala fyrir öryggi á norðurslóðum. Það gerum við ekki bara hvert við annað. Það gerum við einna helst í Washington,“ sagði Bryndís.
Alþingi Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira