Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Kjartan Kjartansson skrifar 20. janúar 2026 14:10 Bíll sem ekið var á grjót sem féll úr Holtshnúpi í desember. Erlend ferðakona lést þegar bíll hennar varð fyrir grjóti úr fjallinu í mars. Vegagerðin Vegagerðin segist hafa skoðað að færa þjóðveg 1 fjær Steinafjalli en telur það framtíðarlausn sem sé töluvert dýrari en hrunvarnir sem bjóða á út á næstunni. Koma þurfi upp hrunvörnum víðar en við Steinafjall þar sem erlend ferðakona lést þegar grjót hrundi á bíl hennar í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beindi því til Vegagerðarinnar að ráðast í úrbætur á þjóðvegi 1 í kjölfar banaslyss sem varð undir Steinafjalli í fyrra. Grjóthnullungur sem vó hundruð kílóa hrundi þá úr fjallinu og lenti ofan á þaki bílsins og banaði erlendri ferðakonu á fimmtugsaldri sem ók honum. Búið er að hanna þrjú hundruð metra langa hrunvörn við Holtshnúp til þess að fyrirbyggja slys af þessu tagi og stendur til að bjóða verkið út á næstu vikum. Framkvæmdir eiga að geta hafist strax í vor. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er áttatíu milljónir króna, að því er kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur tillögu um að færa þjóðveginn fjær fjallinu til umfjöllunar. Slík framkvæmd er þó talin margfalt dýrari en hrunvörnin. „Einnig hefur verið skoðað að færa veginn sem væri framtíðarlausn en töluvert kostnaðarmeiri,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Þörf á fleiri hrunvörnum um landið Aðeins eru grjótvarnir við fimm verstu grjóthrunsstaðina af 86 sem Vegagerðin þekkir við vegakerfi landsins. Tæplega hundrað tivik hafi verið skráð þar sem bílar hafa ekið á grjót undanfarin aldarfjórðung. Í sex tilfellum hafi minniháttar meiðsl orðið en engin í hinum. Það megi þó teljast mildi að fleiri hafi ekki slasast enda séu skráð á bilinu þrjátíu til sextíu tilvik um grjóthrun á vegi á ári. Þannig nefnir Vegagerðin sérstaklega þegar stór steinn féll úr Reynisfjalli á hringveginn í desember. Hættan við Holtshnúp sé hins vegar sérstaklega mikil vegna umferðarþungans. „Þörf fyrir sérstakar öryggisaðigerðir eru víða á vegakerfinu. Vegagerðin skráir alla staði sem af ýmsum ástæðum þyrftu á slíkum aðgerðum að halda og forgangsraðar þeim framkvæmdum í samræmi við áhættu og tiltækar fjárveitingar.“ Þrjú hundruð metra löng hrunvörn Hrunvörnin sem á að gera við Holtshnúp felst í að svokallaður „skápur“ verður mokaður inn í hlíðina á fjallinu á um þrjú hundruð metra löngum kafla. Þá verður reistur tveggja metra hár grjótveggur milli hlíðarinnar og vegarins. Grjótveggirnir eru járngrindarkassar sem fylltir eru með grjóti og nefnast „Gablon“-veggir, að sögn Vegagerðarinnar. Samgönguslys Vegagerð Rangárþing eystra Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beindi því til Vegagerðarinnar að ráðast í úrbætur á þjóðvegi 1 í kjölfar banaslyss sem varð undir Steinafjalli í fyrra. Grjóthnullungur sem vó hundruð kílóa hrundi þá úr fjallinu og lenti ofan á þaki bílsins og banaði erlendri ferðakonu á fimmtugsaldri sem ók honum. Búið er að hanna þrjú hundruð metra langa hrunvörn við Holtshnúp til þess að fyrirbyggja slys af þessu tagi og stendur til að bjóða verkið út á næstu vikum. Framkvæmdir eiga að geta hafist strax í vor. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er áttatíu milljónir króna, að því er kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur tillögu um að færa þjóðveginn fjær fjallinu til umfjöllunar. Slík framkvæmd er þó talin margfalt dýrari en hrunvörnin. „Einnig hefur verið skoðað að færa veginn sem væri framtíðarlausn en töluvert kostnaðarmeiri,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Þörf á fleiri hrunvörnum um landið Aðeins eru grjótvarnir við fimm verstu grjóthrunsstaðina af 86 sem Vegagerðin þekkir við vegakerfi landsins. Tæplega hundrað tivik hafi verið skráð þar sem bílar hafa ekið á grjót undanfarin aldarfjórðung. Í sex tilfellum hafi minniháttar meiðsl orðið en engin í hinum. Það megi þó teljast mildi að fleiri hafi ekki slasast enda séu skráð á bilinu þrjátíu til sextíu tilvik um grjóthrun á vegi á ári. Þannig nefnir Vegagerðin sérstaklega þegar stór steinn féll úr Reynisfjalli á hringveginn í desember. Hættan við Holtshnúp sé hins vegar sérstaklega mikil vegna umferðarþungans. „Þörf fyrir sérstakar öryggisaðigerðir eru víða á vegakerfinu. Vegagerðin skráir alla staði sem af ýmsum ástæðum þyrftu á slíkum aðgerðum að halda og forgangsraðar þeim framkvæmdum í samræmi við áhættu og tiltækar fjárveitingar.“ Þrjú hundruð metra löng hrunvörn Hrunvörnin sem á að gera við Holtshnúp felst í að svokallaður „skápur“ verður mokaður inn í hlíðina á fjallinu á um þrjú hundruð metra löngum kafla. Þá verður reistur tveggja metra hár grjótveggur milli hlíðarinnar og vegarins. Grjótveggirnir eru járngrindarkassar sem fylltir eru með grjóti og nefnast „Gablon“-veggir, að sögn Vegagerðarinnar.
Samgönguslys Vegagerð Rangárþing eystra Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira