Pirrandi kvöld fyrir topp­lið Arsenal í Skírisskógi

Gabriel Jesus, sóknarmaður Arsenal, í baráttunni í leik kvöldsins.
Gabriel Jesus, sóknarmaður Arsenal, í baráttunni í leik kvöldsins. Vísir/Getty

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, Arsenal, þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli við Nottingham Forest í lokaleik dagsins.

Fyrr í dag hafði helsti samkeppnisaðili Arsenal um Englandsmeistaratitilinn, Manchester City, tapað gegn grönnum sínum í Manchester United og gátu Skytturnar hans Mikel Arteta því komið forskoti sínu á toppnum upp í níu stig með sigri í kvöld.

Það tókst hins vegar ekki í afar pirrandi leik fyrir toppliðið gegn þéttu liði Nottingham Forest sem undir stjórn Sean Dyche, átti ekki skot á markrammann í kvöld.

Arsenal átti hins vegar fleiri færi í leiknum og var mun meira með boltann en tókst þó ekki að koma boltanum í netið sem er, þegar upp er staðið, það sem telur.

Jafnteflið gerir það að verkum að Arsenal er áfram á toppi deildarinnar og eykur forskot sitt þar upp í sjö stig á Manchester City og Aston Villa sem á leik til góða á morgun gegn Everton á heimavelli og getur með sigri þar komið forskoti Arsenal niður í fjögur stig. 

Nottingham Forest er í 17.sæti með 22 stig, fimm stigum frá fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira