Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2026 12:03 Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, fylgist ekki aðeins með frammistöðunni heldur einnig framkomunni hjá ensku leikmönnunum sem vilja komast á HM í sumar. Getty/Robin Jones Thomas Tuchel landsliðsþjálfari Englands segir að leikmenn þurfi að búa yfir réttri „félagsfærni“ og persónuleika til að komast í HM-hópinn sinn. Tuchel á aðeins eftir tvo vináttuleiki í mars, gegn Úrúgvæ og Japan, áður en hann tilkynnir hópinn fyrir lokakeppnina, þar sem England mætir Króatíu, Gana og Panama í riðlakeppninni. Fyrrverandi stjóri Chelsea hefur ekki hikað við að skilja stór nöfn eins og Jude Bellingham og Phil Foden eftir fyrir utan hópinn síðan hann tók við af Gareth Southgate og hann kallaði líka aftur inn hinn reynslumikla miðjumann Brentford, Jordan Henderson. Players need social skills for World Cup - Tuchel https://t.co/zGVjY7EYjD— BBC News (UK) (@BBCNews) January 15, 2026 Ekki endilega bara bestu leikmennina Tuchel segir að hann þurfi rétta jafnvægið í hópnum sínum en ekki endilega bara bestu leikmennina. „Þegar ég tala við leikmenn sem hafa tekið þátt í heimsmeistaramótum hefur það alltaf skipt sköpum þegar tengingin var rétt, þegar samskiptin voru rétt,“ sagði Thomas Tuchel við BBC. Þeir vissu hlutverk sitt „Þegar leikmennirnir höfðu á tilfinningunni að rétti hópurinn væri kominn saman, að þeir vissu hlutverk sitt, hvers vegna þeir væru í hópnum, hvers væri vænst af þeim, og þeir höfðu á tilfinningunni að mótið gæti jafnvel haldið áfram í fjórar vikur í viðbót og að þeir væru ánægðir með að vera saman, þá náðu þeir árangri,“ sagði Tuchel. „Það verður mjög mikilvægt að við veljum ekki bara út frá hæfileikum heldur líka út frá því hvað við þurfum frá leikmanni. Hver er félagsfærni leikmanns, er hann góður liðsfélagi? Getur hann stutt við bakið á öðrum ef hlutverk hans er kannski stuðningshlutverk? Þannig að það er þar sem áherslan liggur,“ sagði Tuchel. 🚨🗣️ Thomas Tuchel on his squad selection for the 2026 World Cup: "It will be very important that we don't select just for talent but also for what we need from a player.""What the social skills are of a player, is he a good teammate? Can he support if his role is maybe the… pic.twitter.com/XomsW01UB1— The Touchline | 𝐓 (@TouchlineX) January 16, 2026 England hefur komist í úrslitaleik síðustu tveggja Evrópumóta og komst í undanúrslit HM árið 2018 undir stjórn Southgate. Mun krefjast mikils af þeim Liðið mætir Króatíu í Arlington í Texas þann 17. júní, í upphafi móts sem gæti orðið langt. „Við munum hafa marga leikmenn þarna úti sem vonandi spila fram í maí um alþjóðlega titla, þeir munu spila um innlenda titla og við munum krefjast – heimsmeistaramótið mun krefjast mikils af þeim,“ sagði Tuchel. „Svo verðum við vonandi saman í sex til átta vikur ef við komumst alla leið. Þetta mun krefjast mikils af félagsfærni okkar, hvernig við erum saman sem hópur og við þurfum að velja rétt í hópinn,“ sagði Tuchel. HM 2026 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Tuchel á aðeins eftir tvo vináttuleiki í mars, gegn Úrúgvæ og Japan, áður en hann tilkynnir hópinn fyrir lokakeppnina, þar sem England mætir Króatíu, Gana og Panama í riðlakeppninni. Fyrrverandi stjóri Chelsea hefur ekki hikað við að skilja stór nöfn eins og Jude Bellingham og Phil Foden eftir fyrir utan hópinn síðan hann tók við af Gareth Southgate og hann kallaði líka aftur inn hinn reynslumikla miðjumann Brentford, Jordan Henderson. Players need social skills for World Cup - Tuchel https://t.co/zGVjY7EYjD— BBC News (UK) (@BBCNews) January 15, 2026 Ekki endilega bara bestu leikmennina Tuchel segir að hann þurfi rétta jafnvægið í hópnum sínum en ekki endilega bara bestu leikmennina. „Þegar ég tala við leikmenn sem hafa tekið þátt í heimsmeistaramótum hefur það alltaf skipt sköpum þegar tengingin var rétt, þegar samskiptin voru rétt,“ sagði Thomas Tuchel við BBC. Þeir vissu hlutverk sitt „Þegar leikmennirnir höfðu á tilfinningunni að rétti hópurinn væri kominn saman, að þeir vissu hlutverk sitt, hvers vegna þeir væru í hópnum, hvers væri vænst af þeim, og þeir höfðu á tilfinningunni að mótið gæti jafnvel haldið áfram í fjórar vikur í viðbót og að þeir væru ánægðir með að vera saman, þá náðu þeir árangri,“ sagði Tuchel. „Það verður mjög mikilvægt að við veljum ekki bara út frá hæfileikum heldur líka út frá því hvað við þurfum frá leikmanni. Hver er félagsfærni leikmanns, er hann góður liðsfélagi? Getur hann stutt við bakið á öðrum ef hlutverk hans er kannski stuðningshlutverk? Þannig að það er þar sem áherslan liggur,“ sagði Tuchel. 🚨🗣️ Thomas Tuchel on his squad selection for the 2026 World Cup: "It will be very important that we don't select just for talent but also for what we need from a player.""What the social skills are of a player, is he a good teammate? Can he support if his role is maybe the… pic.twitter.com/XomsW01UB1— The Touchline | 𝐓 (@TouchlineX) January 16, 2026 England hefur komist í úrslitaleik síðustu tveggja Evrópumóta og komst í undanúrslit HM árið 2018 undir stjórn Southgate. Mun krefjast mikils af þeim Liðið mætir Króatíu í Arlington í Texas þann 17. júní, í upphafi móts sem gæti orðið langt. „Við munum hafa marga leikmenn þarna úti sem vonandi spila fram í maí um alþjóðlega titla, þeir munu spila um innlenda titla og við munum krefjast – heimsmeistaramótið mun krefjast mikils af þeim,“ sagði Tuchel. „Svo verðum við vonandi saman í sex til átta vikur ef við komumst alla leið. Þetta mun krefjast mikils af félagsfærni okkar, hvernig við erum saman sem hópur og við þurfum að velja rétt í hópinn,“ sagði Tuchel.
HM 2026 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira