Erlent

Vaktin: Stofna vinnu­hóp um fram­tíð Græn­lands

Samúel Karl Ólason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Fundinum lauk um fimmleytið að íslenskum tíma.
Fundinum lauk um fimmleytið að íslenskum tíma. AP

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Danmerkur og Grænlands, auk varaforseta Bandaríkjanna, hafa sammælst um að stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands. 

Ráðherrarnir og varaforsetinn funduðu á skrifstofum JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna. 

Eftir fundinn sögðu Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, að enn væri uppi ágreiningur um hvernig öryggis- og varnarmálum yrði best háttað á Grænlandi. Hins vegar eygðu þau von um að hægt yrði að finna lendingu í málinu sem kæmi til móts við áhyggjur Bandaríkjanna og virti á sama tíma „rauðar línur“ Danmerkur.

Sjá einnig: Fundurinn í Washington gæti reynst ör­laga­ríkur

Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði eftir fundinn að Bandaríkin „þörfnuðust“ Grænlands og sagði að Danir gætu ekki staðið einir að vörnum eyjunnar. Hann hefur áður sagt að það sé nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland en Rasmussen ítrekaði fyrir sitt leyti að bæði Danir og Grænlendingar væru afar opnir fyrir því að ræða aukinn hernaðarviðbúnað Bandaríkjanna á Grænlandi. Þá benti hann á að það hefðu raunar verið Bandaríkjamenn sem hefðu ákveðið að draga úr viðbúnaði á eyjunni.

Trump sagði að einhver lausn yrði fundin á málinu.

Hér fyrir neðan má finna vaktina okkar, þar sem við fylgdust með þróun mála. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (e. refresh).




Fleiri fréttir

Sjá meira
×