Erlent

Vaktin: Mikil­væg fundar­höld í Washington

Samúel Karl Ólason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Fundinum lauk um fimmleytið að íslenskum tíma.
Fundinum lauk um fimmleytið að íslenskum tíma. AP

Utanríkisráðherrar Grænlands, Danmerkur og Bandaríkjanna, auk varaforseta Bandaríkjanna, munu funda í Washington DC í dag. Þar stendur til að ræða málefni Grænlands en Bandaríkjamenn hafa ekki verið feimnir við að segja að þær girnist Grænland. Donald Trump, forseti, hefur sagt að Bandaríkin muni eignast Grænland með góðu eða illu.

Það eru Grænlendingar sjálfir eða Danir ekki til í en ráðamenn beggja ríkja hafa verið afdráttarlausir í ummælum og yfirlýstri afstöðu um að Grænland sé ekki til sölu og að Bandaríkin muni ekki eignast Grænland með öðrum hætti.

Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, mun sitja fundinn með Lars Løkke Rasmussen og Marco Rubio, utanríkisráðherrum Bandaríkjanna. Þá verður JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, einnig á fundinum, sem á að hefjast klukkan 15:30 að íslenskum tíma.

Sjá einnig: Fundurinn í Washington gæti reynst ör­laga­ríkur

Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, segist í samtali við fjölmiðla á Grænlandi að hann vonist til þess að hægt verði að gera samskiptin við Bandaríkjamenn eðlilegri og virðingarfyllri.

Þá segist hann einnig vonast til þess að fá svör við því hvað það sé sem Bandaríkjamenn vilja, nákvæmlega.

Hann segir ástandið alvarlegt.

Dansk-grænlenska sendinefndin sem samanstendur af Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands ávarpar blaðamenn fyrir utan sendiráð Danmerkur í Washington innan skamms. 

Hægt er að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.

Hér að neðan verður fylgst með vendingum dagsins í vaktinni. Sjáist hún ekki gæti þurft að hlaða síðuna upp aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×