Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2026 14:07 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og John Healey í Kænugarði í síðustu viku. AP/Danylo Antoniuk Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Úkraínumenn ætli að auka umfang árása innan landamæra Rússlands. Þannig vilji þeir auka þrýstinginn á Rússland og grafa undan getu Rússa til að halda stríðsrekstrinum áfram. Í ávarpi sem hann birti um helgina sagði Selenskí að Rússar hefðu þegar byrjað að finna fyrir auknum þrýstingi og að aðrar aðgerðir væru í undirbúningi. Vísaði hann til leynilegra aðgerða og árása með langdrægum vopnum í Rússlandi. Ríkisstjórn Bretlands tilkynnti í dag að þar væri búið að hefja ákveðið verkefni um að þróa skammdrægar skotflaugar fyrir Úkraínumenn. Það ætti að gerast á tiltölulega stuttum tíma og á þessum eldflaugum að vera ætlað að bæta varnir Úkraínumanna og gera þeim kleift að gera árásir dýpra í Rússlandi. Óljóst er hvort Selenskí hafi um helgina verið að vísa til þessa verkefnis Breta. Samkvæmt yfirlýsingunni eiga skotflaugarnar að geta borið tvö hundruð kíló af sprengiefnum og hæft skotmörk í rúmlega fimm hundruð kílómetra fjarlægð. Verkefninu er einnig ætlað að bæta hergagnaframleiðslu í Bretlandi. Í yfirlýsingunni vísar John Healey, varnarmálaráðherra Bretlands, til ítrekaðra árása Rússa með eldflaugum og drónum á bæi og borgir Úkraínu. Rússar hafa fjölgað árásum sínum á orkuinnviði Úkraínu, samhliða miklu kuldakasti þar. During my meeting with UK Secretary of State for Defense @JohnHealey_MP, I briefed him on Russia’s overnight strike on our energy infrastructure and people. Moscow is trying to use cold weather as a tool of terror, which is why work on additional air defense capabilities for… pic.twitter.com/6V9GJrBHpX— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 9, 2026 Fá ár til að smíða fyrstu flaugarnar Verkefni þetta ber titilinn Nightfall og er vonast til að það muni skjótt skila skotflaugum sem eru nothæfar á nútímavígvelli þar sem mikið er um alls konar truflanir á staðsetningarbúnaði og útvarpssendingum. Hægt á að vera að skjóta eldflaugunum á loft af margs konar farartækjum og skjóta mörgum þeirra á stuttum tíma og hörfa í flýti, áður en andstæðingurinn getur svarað með eigin eldflaugum eða stórskotaliðsárásum. Þrjú teymi verða valin til að þróa eldflaugarnar og á það val að fara fram í mars. Þessi teymi eiga svo að hafa ár til að þróa og framleiða fyrstu þrjár flaugarnar til tilrauna. Þá stendur til að velja það fyrirtæki sem fær stærri samning. Bretar vonast til þess að geta framleitt tíu slíkar skotflaugar á mánuði og að þær muni ekki kosta meira en átta hundruð þúsund pund, stykkið. Það samsvarar um 136 milljónum króna. Reyna að draga úr tekjum Rússa Úkraínumenn hafa einnig unnið að því að þróa eigin vopn til árása í Rússlandi, meðal annars sjálfsprengidróna og stýriflaugar. Undanfarna mánuði hafa þeir gert fjölmargar árásir á olíu- og gasvinnslustöðvar í Rússlandi, auk innviða. Síðustu vikur hafa Úkraínumenn þar að auki gert árásir og borpalla í Kaspíahafi og skip úr rússneska skuggaflotanum svokallaða. Sala á olíu og jarðgasi er langstærsta tekjulind rússneska ríkisins. Sjá einnig: Svona virkar skuggaflotinn Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sagði frá því í síðustu viku að hann hefði fengið Donald Trump, forseta, til að veita frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gagnvart Rússum blessun sína. Frumvarpið, sem nýtur stuðnings þingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjanna, var samið fyrir mörgum mánuðum síðan en aldrei lagt fyrir þing vegna andstöðu Trumps. Hann sagði að frumvarpið myndi gera Trump kleift að refsa ríkjum sem kaupa enn olíu af Rússlandi og fjármagna þannig stríðsrekstur Rússa. Sala á olíu og jarðgasi er langstærsta tekjulind rússneska ríkisins. Graham vísaði sérstaklega til Kína, Indlands og Brasilíu og sagði að frumvarpið myndi gefa Trump mikið vogarafl gagnvart þeim til að fá ráðamenn þar til að hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Þingmaðurinn vonaðist til þess að hægt yrði að leggja frumvarpið fram í þessari viku en blaðamenn sem fjalla sérstaklega um þingið telja það hæpið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Hernaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Sjá meira
Í ávarpi sem hann birti um helgina sagði Selenskí að Rússar hefðu þegar byrjað að finna fyrir auknum þrýstingi og að aðrar aðgerðir væru í undirbúningi. Vísaði hann til leynilegra aðgerða og árása með langdrægum vopnum í Rússlandi. Ríkisstjórn Bretlands tilkynnti í dag að þar væri búið að hefja ákveðið verkefni um að þróa skammdrægar skotflaugar fyrir Úkraínumenn. Það ætti að gerast á tiltölulega stuttum tíma og á þessum eldflaugum að vera ætlað að bæta varnir Úkraínumanna og gera þeim kleift að gera árásir dýpra í Rússlandi. Óljóst er hvort Selenskí hafi um helgina verið að vísa til þessa verkefnis Breta. Samkvæmt yfirlýsingunni eiga skotflaugarnar að geta borið tvö hundruð kíló af sprengiefnum og hæft skotmörk í rúmlega fimm hundruð kílómetra fjarlægð. Verkefninu er einnig ætlað að bæta hergagnaframleiðslu í Bretlandi. Í yfirlýsingunni vísar John Healey, varnarmálaráðherra Bretlands, til ítrekaðra árása Rússa með eldflaugum og drónum á bæi og borgir Úkraínu. Rússar hafa fjölgað árásum sínum á orkuinnviði Úkraínu, samhliða miklu kuldakasti þar. During my meeting with UK Secretary of State for Defense @JohnHealey_MP, I briefed him on Russia’s overnight strike on our energy infrastructure and people. Moscow is trying to use cold weather as a tool of terror, which is why work on additional air defense capabilities for… pic.twitter.com/6V9GJrBHpX— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 9, 2026 Fá ár til að smíða fyrstu flaugarnar Verkefni þetta ber titilinn Nightfall og er vonast til að það muni skjótt skila skotflaugum sem eru nothæfar á nútímavígvelli þar sem mikið er um alls konar truflanir á staðsetningarbúnaði og útvarpssendingum. Hægt á að vera að skjóta eldflaugunum á loft af margs konar farartækjum og skjóta mörgum þeirra á stuttum tíma og hörfa í flýti, áður en andstæðingurinn getur svarað með eigin eldflaugum eða stórskotaliðsárásum. Þrjú teymi verða valin til að þróa eldflaugarnar og á það val að fara fram í mars. Þessi teymi eiga svo að hafa ár til að þróa og framleiða fyrstu þrjár flaugarnar til tilrauna. Þá stendur til að velja það fyrirtæki sem fær stærri samning. Bretar vonast til þess að geta framleitt tíu slíkar skotflaugar á mánuði og að þær muni ekki kosta meira en átta hundruð þúsund pund, stykkið. Það samsvarar um 136 milljónum króna. Reyna að draga úr tekjum Rússa Úkraínumenn hafa einnig unnið að því að þróa eigin vopn til árása í Rússlandi, meðal annars sjálfsprengidróna og stýriflaugar. Undanfarna mánuði hafa þeir gert fjölmargar árásir á olíu- og gasvinnslustöðvar í Rússlandi, auk innviða. Síðustu vikur hafa Úkraínumenn þar að auki gert árásir og borpalla í Kaspíahafi og skip úr rússneska skuggaflotanum svokallaða. Sala á olíu og jarðgasi er langstærsta tekjulind rússneska ríkisins. Sjá einnig: Svona virkar skuggaflotinn Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sagði frá því í síðustu viku að hann hefði fengið Donald Trump, forseta, til að veita frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gagnvart Rússum blessun sína. Frumvarpið, sem nýtur stuðnings þingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjanna, var samið fyrir mörgum mánuðum síðan en aldrei lagt fyrir þing vegna andstöðu Trumps. Hann sagði að frumvarpið myndi gera Trump kleift að refsa ríkjum sem kaupa enn olíu af Rússlandi og fjármagna þannig stríðsrekstur Rússa. Sala á olíu og jarðgasi er langstærsta tekjulind rússneska ríkisins. Graham vísaði sérstaklega til Kína, Indlands og Brasilíu og sagði að frumvarpið myndi gefa Trump mikið vogarafl gagnvart þeim til að fá ráðamenn þar til að hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Þingmaðurinn vonaðist til þess að hægt yrði að leggja frumvarpið fram í þessari viku en blaðamenn sem fjalla sérstaklega um þingið telja það hæpið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Hernaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent