„Ég neyðist til að segja það hreint út“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. janúar 2026 21:16 Mette Frederiksen bregst við hótunum Bandaríkjaforseta á beinskeyttan hátt. Getty „Ég neyðist til að segja það hreint út við Bandaríkin,“ segir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í stuttri en beinskeyttri yfirlýsingu sem hún birti á heimasíðu forsætisráðuneytisins í kvöld. Yfirlýsinguna gefur hún út eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði það enn á ný að hann vilji innlima Grænland. Ummælin lét hann frá sér í viðtali við bandaríska miðilinn The Atlantic þar sem hann var inntur eftir því hvaða þýðingu árás Bandaríkjanna á Venesúela hefði fyrir Grænland. Marco Rubio utanríkisráðherra var afdráttarlaus á blaðamannafundi í gær og fór mörgum orðum um það að nú væri forseti við völd sem léti slag standa. Þessi málflutningur utanríkisráðherrans og yfirlýsingar náinna samstarfsmanna Trump sama eðlis hafa ýft upp þann ugg sem fyrir var í Nuuk og Kaupmannahöfn. „Það nær ekki nokkurri átt að segja að það sé nauðsynlegt Bandaríkjunum að innlima Grænland. Bandaríkin hafa engan rétt til að innlima eitt þriggja landa danska samveldisins,“ segir Mette eftir ofantalin upphafsorð. „Konungsríkið Danmörk, og þar með Grænland, er hluti af Atlantshafsbandalaginu og nýtur því öryggistrygginga bandalagsins. Við höfum þegar varnarsamning milli konungsríkisins og Bandaríkjanna sem veitir Bandaríkjunum víðtækan aðgang að Grænlandi. Og við, af hálfu konungsríkisins, höfum fjárfest verulega í öryggismálum á norðurslóðum,“ segir hún svo. „Ég vil því hvetja Bandaríkin eindregið til þess að hætta að hóta sögulega nánum bandamanni og öðru landi og annarri þjóð sem hefur sagt það mjög skýrt að hún sé ekki til sölu.“ Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira
Yfirlýsinguna gefur hún út eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði það enn á ný að hann vilji innlima Grænland. Ummælin lét hann frá sér í viðtali við bandaríska miðilinn The Atlantic þar sem hann var inntur eftir því hvaða þýðingu árás Bandaríkjanna á Venesúela hefði fyrir Grænland. Marco Rubio utanríkisráðherra var afdráttarlaus á blaðamannafundi í gær og fór mörgum orðum um það að nú væri forseti við völd sem léti slag standa. Þessi málflutningur utanríkisráðherrans og yfirlýsingar náinna samstarfsmanna Trump sama eðlis hafa ýft upp þann ugg sem fyrir var í Nuuk og Kaupmannahöfn. „Það nær ekki nokkurri átt að segja að það sé nauðsynlegt Bandaríkjunum að innlima Grænland. Bandaríkin hafa engan rétt til að innlima eitt þriggja landa danska samveldisins,“ segir Mette eftir ofantalin upphafsorð. „Konungsríkið Danmörk, og þar með Grænland, er hluti af Atlantshafsbandalaginu og nýtur því öryggistrygginga bandalagsins. Við höfum þegar varnarsamning milli konungsríkisins og Bandaríkjanna sem veitir Bandaríkjunum víðtækan aðgang að Grænlandi. Og við, af hálfu konungsríkisins, höfum fjárfest verulega í öryggismálum á norðurslóðum,“ segir hún svo. „Ég vil því hvetja Bandaríkin eindregið til þess að hætta að hóta sögulega nánum bandamanni og öðru landi og annarri þjóð sem hefur sagt það mjög skýrt að hún sé ekki til sölu.“
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira