Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. janúar 2026 18:39 Mótmælin hafa staðið yfir í fimm daga. AP Íslenskur sérfræðingur í málefnum Írans segir ört vaxandi verðbólga meginorsök götubardaga og fjölmennra mótmæla víða um Íran undanfarna fimm daga. Kaupsýslumenn í Teheran hófu mótmælin en hafa nú breiðst um allt landið. Ríalinn, gjaldmiðill Írans, hrundi nýverið gagnvart Bandaríkjadal en efnahagsástandið í landinu vr bágt fyrir. Trump Bandaríkjaforseti setti auknar viðskiptaþvinganir á Írani þegar hann hóf aðra embættistíð sína í upphafi síðasta árs og verð á nauðsynjavörum hefur í kjölfarið hækkað um rúm 40 prósent á árinu sem leið. Fréttir hafa borist frá ólíkum landshlutum að fólk hafi látist í götubardögum við lögreglu og að ólgan vaxi hægt og þétt. Mótmælin eru þau viðamestu frá mótmælunum 2022 sem brutust út eftir að unglingsstúlkan Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðalögreglunnar fyrir að fela andlit sitt ekki nægilega vel með blæju sinni. Verðbólgan erfið að eiga við Kjartan Orri Þórsson lærði írönsk fræði í Kaupmannahöfn og var einnig búsettur í Íran um tíð. Hann hefur kennt námskeið við Háskóla Íslands um Íran, sögu þess og bókmenntir. Hann segir dýrtíð kveikjuna á mótmælunum sem breiddust svo hratt út þegar stúdentar fylktu út á götur Teherans og annarra stórborga. „Það eru blikur á lofti um að staðan sé að verða ansi alvarleg. Mótmælin byrja á sunnudaginn. Það eru kaupmenn sem slá í borðið og segja að verðbólgan sé að ríða þeim að fullu en stjórnvöld geta ekki með góðu móti brugðist við þegar innflutningsgjöld og viðskiptaþvinganir eru á þeim,“ segir hann. Þjóðin óttist upplausn Kjartan segir taumhald klerkastjórnarinnar á þjóðinni ekki vera neinu sérstöku dálæti að þakka, en vitanlega séu margir Íranir upp á stjórnina komnir hvað atvinnu varðar. „Það sem fólk óttast, sérstaklega eftir hernaðaríhlutanir Bandaríkjanna og Ísrael, er hvað tekur við ef klerkastjórnin fer. Fáum við gamla kónginn aftur? Hann fór í heimsókn til Netanjahú áður en þetta allt gekk á. Hann er búinn að búa í Bandaríkjunum síðan 1980 og þykir ekki endilega í tengslum við íranskan almenning,“ segir Kjartan. Íranir óttist að ekki verði um frelsisstríð að ræða. „Menn tala um Sýrlandsvæðingu og Lýbíuvæðingu. Þetta endi einhvern veginn svoleiðis.“ Íran Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Ríalinn, gjaldmiðill Írans, hrundi nýverið gagnvart Bandaríkjadal en efnahagsástandið í landinu vr bágt fyrir. Trump Bandaríkjaforseti setti auknar viðskiptaþvinganir á Írani þegar hann hóf aðra embættistíð sína í upphafi síðasta árs og verð á nauðsynjavörum hefur í kjölfarið hækkað um rúm 40 prósent á árinu sem leið. Fréttir hafa borist frá ólíkum landshlutum að fólk hafi látist í götubardögum við lögreglu og að ólgan vaxi hægt og þétt. Mótmælin eru þau viðamestu frá mótmælunum 2022 sem brutust út eftir að unglingsstúlkan Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðalögreglunnar fyrir að fela andlit sitt ekki nægilega vel með blæju sinni. Verðbólgan erfið að eiga við Kjartan Orri Þórsson lærði írönsk fræði í Kaupmannahöfn og var einnig búsettur í Íran um tíð. Hann hefur kennt námskeið við Háskóla Íslands um Íran, sögu þess og bókmenntir. Hann segir dýrtíð kveikjuna á mótmælunum sem breiddust svo hratt út þegar stúdentar fylktu út á götur Teherans og annarra stórborga. „Það eru blikur á lofti um að staðan sé að verða ansi alvarleg. Mótmælin byrja á sunnudaginn. Það eru kaupmenn sem slá í borðið og segja að verðbólgan sé að ríða þeim að fullu en stjórnvöld geta ekki með góðu móti brugðist við þegar innflutningsgjöld og viðskiptaþvinganir eru á þeim,“ segir hann. Þjóðin óttist upplausn Kjartan segir taumhald klerkastjórnarinnar á þjóðinni ekki vera neinu sérstöku dálæti að þakka, en vitanlega séu margir Íranir upp á stjórnina komnir hvað atvinnu varðar. „Það sem fólk óttast, sérstaklega eftir hernaðaríhlutanir Bandaríkjanna og Ísrael, er hvað tekur við ef klerkastjórnin fer. Fáum við gamla kónginn aftur? Hann fór í heimsókn til Netanjahú áður en þetta allt gekk á. Hann er búinn að búa í Bandaríkjunum síðan 1980 og þykir ekki endilega í tengslum við íranskan almenning,“ segir Kjartan. Íranir óttist að ekki verði um frelsisstríð að ræða. „Menn tala um Sýrlandsvæðingu og Lýbíuvæðingu. Þetta endi einhvern veginn svoleiðis.“
Íran Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“