Sprenging eftir að gestir opnuðu út Bjarki Sigurðsson skrifar 2. janúar 2026 20:02 Syrgjendur við skemmtistaðinn. AP/Baz Ratner Fjörutíu manns létu lífið í eldsvoða á skemmtistað í Sviss á nýársnótt. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gosblysi. Talið er að svokölluð yfirtendrun skýri hversu hratt eldurinn breiddi úr sér. Nýja árið var nýgengið í garð þegar gestir skemmtistaðarins Le Constellation í Crans-Montana tóku eftir eldi í loftræstistokk. Staðurinn var pakkfullur af gestum sem dvöldu í svissnesku ölpunum yfir áramótin, en Crans-Montana er þekkt skíðasvæði meðal hinna efnameiru. Blys á flöskum Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gosblysi sem starfsmenn staðarins gengu með til þeirra sem höfðu keypt flöskur af áfengi. Þeir reyndu að slökkva eldinn en hann breiddi hratt úr sér og sprenging varð. Fjörutíu létu lífið og rúmlega hundrað eru slasaðir. Starfsmenn staðarins á leið með flöskur af áfengi til gesta. Hér sést þegar eldurinn var nýkviknaður. „Ég skil ekki hvað gerðist. Mér finnst þetta vera eins og martröð og að ég sé að fara að vakna. Ég svaf ekki dúr í nótt. Ég gat það ekki. Ég lokaði augunum og þetta rifjaðist allt upp fyrir mér. Ég sá að verið var að endurlífga fólk. Ég sá fólk sem var albrunnið. Ég sá fólk deyja,“ segir Nathan Huguenin, sem var inni á staðnum þegar eldurinn kviknaði. Súrefni blandast við reyk Líklegt er að þarna hafi orðið fyrirbæri sem nefnist yfirtendrun. Birgir Finnsson, settur slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að í reyk frá eldinum séu brennanleg efni sem blandist við súrefni þegar fólk opnar út til að forða sér. „Það kviknar í rauninni í þessum reyk, í þessum brunagösum, öllum í einu. Það verður svona eins og sprenging. Mikill blossi og mikil þrýstingsaukning. Gluggar geta sprungið út og annað slíkt og það heyrist hvellur sem gerir það að verkum að fólk upplifir þetta oft sem sprengingar,“ segir Birgir. Birgir Finnsson er settur slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Lýður Valberg Glóð féll úr loftinu Í myndbandi frá skemmtistaðnum má sjá hvernig starfsmenn reyna að slökkva eldinn með viskastykkjum, en virðast hins vegar gera illt verra. „Síðan þegar fólkið er að reyna að berja og lemja í eldinn, eins og maður myndi kannski gera ef hann væri á jörðu niðri, þá kemur glóðin og fellur niður. Það verður ákveðin keðjuverkun og eldurinn nær að breiðast út. Reykurinn eykst og þá getur orðið þessi yfirtendrun,“ segir Birgir. 🇨🇭🔥 Images emerge of the start of the fire that killed around 40 people in Switzerland pic.twitter.com/gSzVhKFp1M— Devid Clem (@DevidClemm) January 2, 2026 Reiðubúin í að bregðast við Slökkviliðsmenn æfa reglulega hvernig koma megi í veg fyrir yfirtendrun. Þá er reglulegt eftirlit með eldvörnum skemmtistaða. „Þarna sér maður hversu mikilvægt er að þessir hlutir séu alveg á hreinu. Að flóttaleiðir séu greiðfærar,“ segir Birgir. Sviss Eldsvoði á skemmtistað í Sviss á nýársnótt Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Nýja árið var nýgengið í garð þegar gestir skemmtistaðarins Le Constellation í Crans-Montana tóku eftir eldi í loftræstistokk. Staðurinn var pakkfullur af gestum sem dvöldu í svissnesku ölpunum yfir áramótin, en Crans-Montana er þekkt skíðasvæði meðal hinna efnameiru. Blys á flöskum Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gosblysi sem starfsmenn staðarins gengu með til þeirra sem höfðu keypt flöskur af áfengi. Þeir reyndu að slökkva eldinn en hann breiddi hratt úr sér og sprenging varð. Fjörutíu létu lífið og rúmlega hundrað eru slasaðir. Starfsmenn staðarins á leið með flöskur af áfengi til gesta. Hér sést þegar eldurinn var nýkviknaður. „Ég skil ekki hvað gerðist. Mér finnst þetta vera eins og martröð og að ég sé að fara að vakna. Ég svaf ekki dúr í nótt. Ég gat það ekki. Ég lokaði augunum og þetta rifjaðist allt upp fyrir mér. Ég sá að verið var að endurlífga fólk. Ég sá fólk sem var albrunnið. Ég sá fólk deyja,“ segir Nathan Huguenin, sem var inni á staðnum þegar eldurinn kviknaði. Súrefni blandast við reyk Líklegt er að þarna hafi orðið fyrirbæri sem nefnist yfirtendrun. Birgir Finnsson, settur slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að í reyk frá eldinum séu brennanleg efni sem blandist við súrefni þegar fólk opnar út til að forða sér. „Það kviknar í rauninni í þessum reyk, í þessum brunagösum, öllum í einu. Það verður svona eins og sprenging. Mikill blossi og mikil þrýstingsaukning. Gluggar geta sprungið út og annað slíkt og það heyrist hvellur sem gerir það að verkum að fólk upplifir þetta oft sem sprengingar,“ segir Birgir. Birgir Finnsson er settur slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Lýður Valberg Glóð féll úr loftinu Í myndbandi frá skemmtistaðnum má sjá hvernig starfsmenn reyna að slökkva eldinn með viskastykkjum, en virðast hins vegar gera illt verra. „Síðan þegar fólkið er að reyna að berja og lemja í eldinn, eins og maður myndi kannski gera ef hann væri á jörðu niðri, þá kemur glóðin og fellur niður. Það verður ákveðin keðjuverkun og eldurinn nær að breiðast út. Reykurinn eykst og þá getur orðið þessi yfirtendrun,“ segir Birgir. 🇨🇭🔥 Images emerge of the start of the fire that killed around 40 people in Switzerland pic.twitter.com/gSzVhKFp1M— Devid Clem (@DevidClemm) January 2, 2026 Reiðubúin í að bregðast við Slökkviliðsmenn æfa reglulega hvernig koma megi í veg fyrir yfirtendrun. Þá er reglulegt eftirlit með eldvörnum skemmtistaða. „Þarna sér maður hversu mikilvægt er að þessir hlutir séu alveg á hreinu. Að flóttaleiðir séu greiðfærar,“ segir Birgir.
Sviss Eldsvoði á skemmtistað í Sviss á nýársnótt Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira