Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2026 14:57 Eldsvoðinn varð á skemmtistaðnum Le Constellation í Crans-Montana á nýársnótt. EPA Svisslendingar vinna nú með yfirvöldum í níu löndum að því að bera kennsl á þá sem fórust í eldsvoðanum að skemmtistaðnum Le Constellation í Crans-Montana á nýársnótt. Upptök eldsins eru rakin til notkunar blysa í kjallara staðarins. Vitað er að fjörutíu manns týndu lífi í eldsvoðanum og 119 manns eru enn á sjúkrahúsi. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar og stjórnvalda í kantónunni Valais nú síðdegis. Lögreglustjórinn Frederic Gisler sagði á fundinum að kvöld um 150 einstaklinga hafi breyst í „hrylling“ og að mikilvægasta verkefnið nú sé að bera kennsl á hina látnu. Af þeim 119 sem slösuðust er búið að bera kennsl á 113. Af þeim eru 71 svissneskur ríkisborgari, fjórtán franskir, ellefu ítalskir, fjórir serbneskir, einn bosnískur, einn belgískur og einn portúgalskur. Gisler sagði að enn sé verið að bera kennsl á hina látnu og er unnið að því með yfirvöldum níu landa – Frakklandi, Belgíu, Póllandi, Portúgal, Austur-Kongó, Serbíu, Tyrklandi, Rúmeníu og Filippseyjum. Bíða milli vonar og ótta Mathias Reynard, forsætisráðherra Valais, sagði á fundinum að verið sé að hlúa að um helmingi þeirra sem slösuðust á sjúkrahúsi í Valais, en að flytja hafi þurft fjölda slasaðra á önnur sjúkrahús. Hann segir að aðstandendur bíði margir milli vonar og ótta á meðan unnið sé að því að bera kennsl á látna og slasaða. Slík bið sé óbærileg. „Þetta er harmleikur fyrir Valais. Þetta er líka harmleikur fyrir Sviss og Evrópu alla,“ sagði Reynard. Upptök rakin til notkunar blysa Beatrice Pilloud, dómsmálaráðherra Valais, sagði á fundinum að upptök eldsins og sprengingarinnar sem varð hafi orðið vegna blysa í kampavínsflöskum. „Þessi blys voru of nálægt loftinu. Þetta leiddi til þess sem kallast „yfirtendrun“, og eldurinn breiddist hratt út,“ sagði Pilloud. Þegar yfirtendrun á sér stað gefur eldur frá sér brennanlegan reyk þannig að eldurinn breiðist sérstaklega hratt út. Sviss Eldsvoði á skemmtistað í Sviss á nýársnótt Tengdar fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Golfsamband Ítalíu hefur staðfest að Emanuele Galeppini, sautján ára kylfingur sem hefur verið búsettur í Dúbaí, hafi farist í eldsvoðanum á skemmtistað í svissneska skíðabænum Crans-Montana á nýársnótt. Galeppini er fyrsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint opinberlega en um fjörutíu manns fórust í brunanum. 2. janúar 2026 08:57 Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu. 2. janúar 2026 06:44 Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Lögregla í Sviss óttast að um fjörutíu manns hafi farist í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í nótt. 1. janúar 2026 13:01 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar og stjórnvalda í kantónunni Valais nú síðdegis. Lögreglustjórinn Frederic Gisler sagði á fundinum að kvöld um 150 einstaklinga hafi breyst í „hrylling“ og að mikilvægasta verkefnið nú sé að bera kennsl á hina látnu. Af þeim 119 sem slösuðust er búið að bera kennsl á 113. Af þeim eru 71 svissneskur ríkisborgari, fjórtán franskir, ellefu ítalskir, fjórir serbneskir, einn bosnískur, einn belgískur og einn portúgalskur. Gisler sagði að enn sé verið að bera kennsl á hina látnu og er unnið að því með yfirvöldum níu landa – Frakklandi, Belgíu, Póllandi, Portúgal, Austur-Kongó, Serbíu, Tyrklandi, Rúmeníu og Filippseyjum. Bíða milli vonar og ótta Mathias Reynard, forsætisráðherra Valais, sagði á fundinum að verið sé að hlúa að um helmingi þeirra sem slösuðust á sjúkrahúsi í Valais, en að flytja hafi þurft fjölda slasaðra á önnur sjúkrahús. Hann segir að aðstandendur bíði margir milli vonar og ótta á meðan unnið sé að því að bera kennsl á látna og slasaða. Slík bið sé óbærileg. „Þetta er harmleikur fyrir Valais. Þetta er líka harmleikur fyrir Sviss og Evrópu alla,“ sagði Reynard. Upptök rakin til notkunar blysa Beatrice Pilloud, dómsmálaráðherra Valais, sagði á fundinum að upptök eldsins og sprengingarinnar sem varð hafi orðið vegna blysa í kampavínsflöskum. „Þessi blys voru of nálægt loftinu. Þetta leiddi til þess sem kallast „yfirtendrun“, og eldurinn breiddist hratt út,“ sagði Pilloud. Þegar yfirtendrun á sér stað gefur eldur frá sér brennanlegan reyk þannig að eldurinn breiðist sérstaklega hratt út.
Sviss Eldsvoði á skemmtistað í Sviss á nýársnótt Tengdar fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Golfsamband Ítalíu hefur staðfest að Emanuele Galeppini, sautján ára kylfingur sem hefur verið búsettur í Dúbaí, hafi farist í eldsvoðanum á skemmtistað í svissneska skíðabænum Crans-Montana á nýársnótt. Galeppini er fyrsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint opinberlega en um fjörutíu manns fórust í brunanum. 2. janúar 2026 08:57 Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu. 2. janúar 2026 06:44 Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Lögregla í Sviss óttast að um fjörutíu manns hafi farist í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í nótt. 1. janúar 2026 13:01 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Fyrsta fórnarlambið nafngreint Golfsamband Ítalíu hefur staðfest að Emanuele Galeppini, sautján ára kylfingur sem hefur verið búsettur í Dúbaí, hafi farist í eldsvoðanum á skemmtistað í svissneska skíðabænum Crans-Montana á nýársnótt. Galeppini er fyrsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint opinberlega en um fjörutíu manns fórust í brunanum. 2. janúar 2026 08:57
Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu. 2. janúar 2026 06:44
Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Lögregla í Sviss óttast að um fjörutíu manns hafi farist í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í nótt. 1. janúar 2026 13:01