Fótbolti

Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sadio Mané og félagar í Senegal unnu D-riðilinn á Afríkumótinu.
Sadio Mané og félagar í Senegal unnu D-riðilinn á Afríkumótinu. getty/Chris Milosi

Sadio Mané og félagar í Senegal unnu 0-3 sigur á Benín í lokaleik sínum í D-riðli Afríkumótsins. Í hinum leik kvöldsins sigraði Lýð­stjórn­ar­lýð­veldi­ð Kongó Botsvana, 0-3.

Abdoulaye Seck, Habibou Diallo og Cherif Ndiaye (víti) skoruðu mörk Senegals sem endaði í efsta sæti D-riðils með sjö stig.

Í sextán liða úrslitunum mætir Senegal liðinu sem endar í 3. sæti í E-riðli. Senegalar verða án varnarmannsins Kalidou Koulibaly í þeim leik en hann fékk rautt spjald í leiknum gegn Benín í kvöld. 

Benín endaði í 3. sæti D-riðils og komst áfram í sextán liða úrslit þar sem liðið mætir Egyptalandi.

Gamla barnastjarnan Gaël Kakuta skoraði tvívegis í öruggum sigri Kongó á Botsvana, 0-3. Nathanael Mbuku var einnig á skotskónum fyrir Kongó sem endaði í 2. sæti riðilsins og mætir Alsír í sextán liða úrslitunum. Botsvana er hins vegar úr leik en liðið fékk ekki stig og skoraði ekki mark á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×