Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2025 14:25 Joao Pedro skoraði jöfnunarmark Chelsea á St James' Park. getty/Owen Humphreys Newcastle United og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir frá Lundúnum voru 2-0 undir í hálfleik en komu til baka og náðu í stig. Nick Woltemade var aðalmaðurinn í fyrri hálfleik. Hann kom Newcastle yfir strax á 4. mínútu eftir skyndisókn og á 20. mínútu jók hann muninn í 2-0. Þýski framherjinn stýrði þá fyrirgjöf Anthonys Gordon í netið. Woltemade er kominn með sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Erling Haaland (17) og Igor Thiago (11) hafa skorað fleiri mörk. Á 49. mínútu minnkaði Recce James, fyrirliði Chelsea, muninn í 2-1 með skoti beint úr aukaspyrnu. Á 66. mínútu jafnaði Joao Pedro svo metin. Robert Sánchez, markvörður Chelsea, átti þá útspark, Pedro hafði betur í baráttu við Malick Thiaw og skoraði framhjá Aaron Ramsdale í marki Newcastle. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust á skiptan hlut. Chelsea er áfram í 4. sæti deildarinnar, nú með þrjátíu stig. Newcastle er í 11. sætinu með 23 stig. Enski boltinn Chelsea FC Newcastle United
Newcastle United og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir frá Lundúnum voru 2-0 undir í hálfleik en komu til baka og náðu í stig. Nick Woltemade var aðalmaðurinn í fyrri hálfleik. Hann kom Newcastle yfir strax á 4. mínútu eftir skyndisókn og á 20. mínútu jók hann muninn í 2-0. Þýski framherjinn stýrði þá fyrirgjöf Anthonys Gordon í netið. Woltemade er kominn með sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Erling Haaland (17) og Igor Thiago (11) hafa skorað fleiri mörk. Á 49. mínútu minnkaði Recce James, fyrirliði Chelsea, muninn í 2-1 með skoti beint úr aukaspyrnu. Á 66. mínútu jafnaði Joao Pedro svo metin. Robert Sánchez, markvörður Chelsea, átti þá útspark, Pedro hafði betur í baráttu við Malick Thiaw og skoraði framhjá Aaron Ramsdale í marki Newcastle. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust á skiptan hlut. Chelsea er áfram í 4. sæti deildarinnar, nú með þrjátíu stig. Newcastle er í 11. sætinu með 23 stig.