Erlent

Tíu drepnir í skot­á­rás á gyðingahátíð

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Minnst tólf eru slasaðir.
Minnst tólf eru slasaðir. AP

Tíu voru skotnir til bana í skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd í Ástralíu í dag. Annar árásarmannanna er látinn og hinn hefur verið handtekinn. Minnst tólf eru slasaðir.

Samkvæmt umfjöllun BBC standa aðgerðir enn yfir á vettvangi og búið er að girða svæðið af.

Samkvæmt umfjöllun Telegraph var 50 skotum hleypt af hið minnsta, en í myndböndum á samfélagsmiðlum sjást tveir svartklæddir menn skjóta með rifflum að ströndinni frá bílastæði.

Lögregluyfirvöld í New South Wales segja í yfirlýsingu að annar hinna grunuðu hafi verið handtekinn og hinn sé látinn.

Bondi ströndin er vinsæl strönd í útjaðri Sydney-borgar.

Hægt er að fylgjast með umfjöllun ástralska ríkissjónvarpsins í beinni útsendingu hér:

Aðgerðir standi þó enn yfir á vettvangi og fólk sé hvatt til að forðast svæðið.

Fjórtándi desember er fyrsti dagur Hanukkah hátíðar gyðinga og af því tilefni var boðið upp á dagskrá á Bondi Beach.

Viðburðurinn var auglýstur undir yfirskriftinni „Chanukah by the Sea 2025“, og var auglýstur fyrir alla aldurshópa, en um 2000 manns voru á ströndinni þegar árásirnar hófust.

Á eftirfarandi myndbandi sést þegar óbreyttur maður afvopnar annan árásarmanninn.

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×