Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 14:32 Sir Jim Ratcliffe í stúkunni á United-leik að ræða málin við Jason Wilcox, yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjórann Omar Berrada. Getty/Simon Stacpoole Nettóskuldir Manchester United hafa í fyrsta sinn farið yfir einn milljarð dala vegna lántaka í sumar til leikmannakaupa, sem hefur fært heildarskuldir félagsins í hæstu stöðu frá yfirtöku Glazer-fjölskyldunnar árið 2005. Einn milljarður Bandaríkjadala er 127 milljarðar í íslenskum krónum. Í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins, sem birt var í dag, voru langtímalán United – skuldabagginn sem safnast hefur upp frá skuldsettri yfirtöku Glazer-fjölskyldunnar sögð vera 481 milljón punda eða 82 milljarðar króna. En með því að United notaði aðrar 105 milljónir punda af yfirdráttarheimild sinni – viðbótarlántökuleið – og færði heildarlántökur sínar þar í 268 milljónir punda, hafa heildarnettóskuldir United vaxið í 749 milljónir punda sem er meira en milljarður dollara og meira en 127 milljarðar íslenskra króna. 🚨 BREAKING: Man United's net debt has now risen to its highest ever level of £749.2m after the club borrowed an additional £105M from its credit facility. The debt from the Glazer takeover remains unchanged at £481m. @ChrisWheelerDM 💰⛔️ pic.twitter.com/U7m0zvtsvF— The United HQ (@TheUTDHQ) December 11, 2025 United hefur staðið í skilum með gríðarlegar skuldir sínar síðan Glazer-fjölskyldan, eigendur NFL-liðsins Tampa Bay Buccaneers, keypti hið áður skuldlausa félag fyrir tuttugu árum. INEOS Group, undir forystu ríkasta manns Bretlands, Sir Jim Ratcliffe, varð minnihlutaeigandi í febrúar 2024 eftir að hafa eignast 27,7% hlut í félaginu í samningi sem kostaði 1,3 milljarða punda eða 222 milljarða króna. Ratcliffe og INEOS hafa síðan staðið fyrir niðurskurðaraðgerðum á Old Trafford sem miða að því að draga úr kostnaði og gera félagið sjálfbærara. Þrátt fyrir að hafa í fyrsta sinn farið yfir milljarðs dala skuldaviðmiðið heldur framkvæmdastjóri United, Omar Berrada, því fram að nýjustu fjárhagsupplýsingar sýni að félagið sé að taka „miklum framförum í umbreytingu félagsins.“ United er án Evrópukeppni á þessu tímabili en liðið tilkynnti um þrettán milljóna punda rekstrarhagnað fyrir fyrstu þrjá mánuði tímabilsins, en á sama tímabili í fyrra varð 6,9 milljóna punda tap. Heildartekjur United á tímabilinu lækkuðu um tvö prósent í 140,3 milljónir punda vegna fjarveru karlaliðsins úr Evrópukeppni, en liðið situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar undir stjórn Ruben Amorim. Kvennaliðið, sem Marc Skinner þjálfar, situr í þriðja sæti ensku ofurdeildarinnar og keppir í Meistaradeild kvenna. 🚨🚨| NEW: Manchester United’s net 𝐃𝐄𝐁𝐓 has climbed to a record £749.2M after taking an extra £105M from its credit facility.The £481M Glazer takeover debt stays the same.[@ChrisWheelerDM] pic.twitter.com/AZhVf1i11T— CentreGoals. (@centregoals) December 11, 2025 Enski boltinn Manchester United Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Einn milljarður Bandaríkjadala er 127 milljarðar í íslenskum krónum. Í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins, sem birt var í dag, voru langtímalán United – skuldabagginn sem safnast hefur upp frá skuldsettri yfirtöku Glazer-fjölskyldunnar sögð vera 481 milljón punda eða 82 milljarðar króna. En með því að United notaði aðrar 105 milljónir punda af yfirdráttarheimild sinni – viðbótarlántökuleið – og færði heildarlántökur sínar þar í 268 milljónir punda, hafa heildarnettóskuldir United vaxið í 749 milljónir punda sem er meira en milljarður dollara og meira en 127 milljarðar íslenskra króna. 🚨 BREAKING: Man United's net debt has now risen to its highest ever level of £749.2m after the club borrowed an additional £105M from its credit facility. The debt from the Glazer takeover remains unchanged at £481m. @ChrisWheelerDM 💰⛔️ pic.twitter.com/U7m0zvtsvF— The United HQ (@TheUTDHQ) December 11, 2025 United hefur staðið í skilum með gríðarlegar skuldir sínar síðan Glazer-fjölskyldan, eigendur NFL-liðsins Tampa Bay Buccaneers, keypti hið áður skuldlausa félag fyrir tuttugu árum. INEOS Group, undir forystu ríkasta manns Bretlands, Sir Jim Ratcliffe, varð minnihlutaeigandi í febrúar 2024 eftir að hafa eignast 27,7% hlut í félaginu í samningi sem kostaði 1,3 milljarða punda eða 222 milljarða króna. Ratcliffe og INEOS hafa síðan staðið fyrir niðurskurðaraðgerðum á Old Trafford sem miða að því að draga úr kostnaði og gera félagið sjálfbærara. Þrátt fyrir að hafa í fyrsta sinn farið yfir milljarðs dala skuldaviðmiðið heldur framkvæmdastjóri United, Omar Berrada, því fram að nýjustu fjárhagsupplýsingar sýni að félagið sé að taka „miklum framförum í umbreytingu félagsins.“ United er án Evrópukeppni á þessu tímabili en liðið tilkynnti um þrettán milljóna punda rekstrarhagnað fyrir fyrstu þrjá mánuði tímabilsins, en á sama tímabili í fyrra varð 6,9 milljóna punda tap. Heildartekjur United á tímabilinu lækkuðu um tvö prósent í 140,3 milljónir punda vegna fjarveru karlaliðsins úr Evrópukeppni, en liðið situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar undir stjórn Ruben Amorim. Kvennaliðið, sem Marc Skinner þjálfar, situr í þriðja sæti ensku ofurdeildarinnar og keppir í Meistaradeild kvenna. 🚨🚨| NEW: Manchester United’s net 𝐃𝐄𝐁𝐓 has climbed to a record £749.2M after taking an extra £105M from its credit facility.The £481M Glazer takeover debt stays the same.[@ChrisWheelerDM] pic.twitter.com/AZhVf1i11T— CentreGoals. (@centregoals) December 11, 2025
Enski boltinn Manchester United Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira